Bankablaðið - 01.12.1981, Blaðsíða 5

Bankablaðið - 01.12.1981, Blaðsíða 5
Á síðustu árum hefur starf skólans bæði aukist verulega og breyst á ýmsa lund. NÝLIÐANÁMIÐ, sem lengi var meginstarf skólans, er enn við lýði, en í nokkuð annari mynd. Á fyrsta starfsári sínu fara nýliðar bankanna í gegn um nýliðanámið, sem stendur yfir í rúma tvo mánuði, annað hvort að hausti eða vori. Námið er í fimm þáttum: almenn bankafræði, innlán, útlán, gjaldeyrir og verklegt nám. Tekin eru próf í hverjum þætti fyrir sig. Milli 70 til 90 manns ganga í gegnum þetta nám á hverju ári. Frá upphafi hafa um 1000 manns stund- að slíkt nám við skólann. SÉRNÁMSKEIÐ, fyrir þá sem lokið hafa nýliðanáminu og nokkra reynslu hafa, eru haldin af ýmsum gerðum árlega. Sem dæmi um slík sémámskeið má nefna: tékkanám- skeið, sparisjóðsnámskeið, víxla- námskeið, gjaldkeranámskeið, rit- aranámskeið og öryggisnámskeið. Hið síðastnefnda er nýr og vaxandi þáttur í skólastarfinu. Arið 1981 voru haldin 7 sémámskeið. Milli 150 og 200 manns sækja slík námskeið árlega. FRAMHALDSNÁM, fýrir eldri og reyndari bankamenn, hefur verið í gangi undanfarin tvö ár. Fyrsti hóp- urinn, 10 manns, mun útskrifast núna um áramótin sem „bankafræð- ingar“, eftir tveggja vetra nám með bekkjaskipulagi. Þar vom kenndar ýmsar fræðilegar kennslugreinar, sem ekki miða beint að þjálfun manna í ákveðin störf, eins og hin- um námskeiðunum er ætlað, held- ur er reynt að víkka sjóndeildar- hring bankamannsins, gefa honum sjálfstraust og þroska með honum dómgreind til að glíma við flóknari ábyrgðarstörf í banka sínum. Náms- greinamar em átta talsins: banka- hagfræði, bankarekstur, bankalög- fræði og bankabókhald (fjórir punktar hver) og tölvufræði, skipu- Iagsfræði, stærðfræði og enska (þrír punktar hver). Ákveðið var á síð- asta ári að breyta þessu fyrirkomu- lagi í það horf, að hafa ekki bekkjar- skipulag, eins og var með fyrsta hóp- inn, heldur koma á eins konar punktakerfi. Þá getur hver og einn tekið ákveðnar kennslugreinar, þeg- ar honum hentar og í þeirri röð sem hann óskar. Sumir munu aðeins taka ákveðnar greinar og láta sér það SKÓLA f HALD O JL fyrsti hópurinn fær. Á árinu 1981 vom um 50 manns starfandi á slíkum námskeiðum. Þeir sem lengst em komnir hafa lokið 4 punktum. Á þessu skólaári mun skólinn bjóða upp á framhaldsnámskeið sem veita alls 13 punkta. STJÓRNENDANÁMSKEIÐ, fyrir yfirmenn í hinum ýmsu deildum og útibúum bankanna, em haldin ann- að slagið. Þar em tekin til umræðu ýmis helstu hugtök stjómunarfræða, til að auðvelda þessum bankamönn- um að glíma við sín daglegu stjóm- unarvandamál. Þetta er röð þriggja námskeiða, Stjórnun I, II og III. Einn liður í þessum þætti í skóla- starfinu em námsstefnur fyrir yfir- menn útibúa landsbyggðarinnar. Þau eru yfirleitt haldin úti á landi að haustinu. Þá em einnig haldnar stöku sinnum umræðu- og fræðslu- fundir á kvöldin, þar sem tekin em fyrir málefni, sem em ofarlega á Þorsteinn Magnússon skólastjóri Banka- mannaskólans. nægja, en aðrir munu taka margar greinar, og ef þeir Ijúka sem svarar alls 25 punktum, hljóta þeir skírteini upp á bankafræðingsnám, eins og Nemendur I. árg. Framhaldsnáms Bankamannaskólans ásamt skólastjóra. 5

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.