Bankablaðið - 01.12.1981, Blaðsíða 16

Bankablaðið - 01.12.1981, Blaðsíða 16
Sem dœmi um kennslutilhögun í stjornunarfrœðum má nefna, að nem- endur voru látnirtaka fyrirhinarsjö jiekktustjórnunaraðferðirogkynna jner fyrir hinum. Hér á eftir er sýnishorn af jressari vinnu. Hér erfjallað um stjórnunarstíl VII, það er hinn fullkomni stjórnandi að mati bókar- höfundar. Notuð var bókin: Helstu sljórnunaraðferðir (Grundbog i lederudvikling). aðurinn á bak við allt Stjórnunarstíll VII er síðasta til- raun sérfræðinga á sviði skipulags og stjórnunarmála til að skapa algóðan stjórnanda úr því nýjasta og árang- ursríkasta, sem komið hefur fram í þessum greinum. Þar sem þessi stjómandi er ímyndaður, ætla ég að leyfa mér að skapa hann blint eftir leikreglum fagsins og hnoða úr honum hreint ægilega góðan jólasvein. Þeir mann- legu kostir sem prýða hann eru með- al annars: skapíesta, tillitsemi, ósér- hlífni, sjálfstæði gagnvart umhverf- inu, leiðtogahæfileikar, hreinskilni o.s.frv. Stjórnandann skulum við nefna Sveinbjöm, og kalla hann Svenna. Svenni er fljótur að ,,fatta“ móralinn í deildinni eða fyrirtækinu sínu. Hann kemst fljótt að því hverj- um hæfileikum hver einstaklingur er gæddur og virkjar hann í samræmi við það. Svenni notar ákveðnar aðferðir til þess að koma markmiðum sínum í framkvæmd. Áður en ég byrja að telja þær upp, finnst mér rétt að koma sjónarmiðum Svenna fram gagnvart undirmönnum sínum. Hann lítur gjarnan á starfsmenn sína sem ákveðin mannleg verðmæti, þar sem framlag hvers og eins, hvort sem það er í formi dugnaðar eða hugmyndaflugs, er ákveðinn vara- sjóður sem nýtist, ef starfsfólk hans er ánægt. Út frá þessu ályktar Svenni að góð hópvinna sé sú um- gjörð, sem heppilegust sé, þar sem hreinskilni og tillitsemi innan skyn- samlegra marka sé höfð að leiðar- ljósi. Svenni reynir ætíð að leysa vandamálin jafnóðum og þau koma upp og leggur áherslu á greiðan fréttaflutning, jafnt innávið sem út- ávið í deildinni. Setjum svo að Svenni sé nýráðinn deildarstjóri í banka og hefur verið tekinn framfyrir Bjössa, sem hefur þjónað stofnuninni dyggilega í þrjá- tíu ár. Bjössi, sem óhjákvæmilega verður samstarfsmaður Svenna, er auðvitað afskaplega sár, og þar sem allir í deildinni þekktu gæðamann- inn Bjössa af öllu góðu, er viðmótið í garð Svenna svolítið kuldalegt í byrjun. En við skulum ekki örvænta því að Svenni veit undireins hver ástæð- an er. Hann ræðst því strax á vanda- málið. Svenni ákveður að bjóða Bjössa og frú til kvöldverðar. Þegar búið er að borða þríréttaðan kalor- íukvöldverð og frúrnar farnar að tala um handavinnu og barnaupp- eldi kemst Svenni að því, að þeir Bjössi eiga sér sameiginlegt áhuga- mál. Þeir hafa báðir mjög gaman að spila golf. Síðan hafa Bjössi og Svenni spilað saman golf á sunnu- dögum og frúrnar þeirra eru komnar saman í saumaklúbb. Varðandi umbætur í deildinni flanar Svenni ekki að neinu. Hann OSTER RAFMAGNSPANNA Nýja rafmagnspannan frá Oster gerir þér mögulegt aö sjóöa, steikja og baka án þess aö þurfa aö standa yfir pönnunni allan tímann. Meö forhitun og hitajafnara geturöu eldaö alltfrá kjötréttum til pönnusteiktra eftirrétta - aö ólgeymdum pönnukökum - á næstum því sjálfvirkan hátt. Komu og skoðaðu gripinn í verslun okkar! 16

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.