Bankablaðið - 01.12.1981, Blaðsíða 8

Bankablaðið - 01.12.1981, Blaðsíða 8
frá mismunandi námsbrautum. Það verður því tæplega hægt að binda nýráðningar við ákveðna áfanga í námi, þó stefnt sé að lágmarks kröf- um. Þessi sjónarmið koma hvað best í ljós við val starfsfólks í ábyrgðar- stöður, því þá er hvað þýðingarmest að starfsmaður geti byggt á hald- góðri menntun og reynslu í starfi. Til þess að þessir tveir þættir teng- ist - menntun og reynsla -, þurfa bankar að gefa starfsfólki sínu sem flest tækifæri til að kynnast grund- velli bankaþjónustunnar og tileinka sér nýjungar, sem áhrif hafa á breytta starfshætti. En á hvem hátt koma bankar og starfsmenn þeirra til móts við þessi grundvallar sjónarmið í þjálfunar og fræðslustarfi bankamanna? Það er erfitt að svara þessari spurningu í stuttu máli. Almennt má segja að stjórnendur og starfsmenn séu innilega sammála um að styrkja þessa tvo þætti - menntun og reynslu —, með það fyrir augum að gera starfsmennina að hæfari banka- mönnum og bankana að betri þjón- ustustofnunum. Eitt dæmi um þessa sameiginlegu stefnu allra banka- manna er Bankamannaskólinn, sem nú hefur starfað í rúm tuttugu ár með auknum umsvifum á hverju ári. Viðhorf meðlima S.Í.B. og stefnumótun á starfsþjálfunar- og fræðslumálum komu skýrt fram á þingi S.Í.B. dagana 5. og 6. apríl 1979. í ályktun þingsins um fræðslu- mál sagði m.a.: ,, Pafl er stefna S.l.B. að stuðla að menntun bankamanna með það fyrír augum að allir starfsmenn bankanna eigi kost á frœðslu á sem flestum svið- um bankastarfseminnar. Hver starfsmaður, sem byrjar starf í banka, skal eiga þess kost að stunda almennt undirbúnings- og kynning- arnám er varðar flestar greinar starfs- ins - byrjendafrœðslu - og hafi rétt til að taka þátt í sérnámi síðar, sem nauðsynlegt telst til að stunda vanda- söm bankastörf. Með vandaðri byrjendafrœðslu skal stefnt að auknu áliti og virðingu fyrir bankastarfinu, sem leiðir til þess, að bestu og hœfustu starfs- mennirnir velja sér bankastarfið sem œvistarf. Fjölbreytt framhaldsfrœðsla, sem tekur við að byrjendafræðslu lok- inni, skal standa öllum bankamönn- um opin. S.I.B. telur það mikilvœgt, að stjórnendur bankanna og fulltrúar bankastarfsmanna vinni sameigin- lega að mótun stefnu í frœðslumál- um. Stefnan skal fyrst og fremst byggja á reynslu af Bankamanna- skólanum ogmiðast við íslenskar að- stœður. Eðlileg framþróun er œski- legri en stökkbreyting í átt að erlendri fyrirmynd, en engu aðsíðurmá margt lœra af reynslu frœndþjóða okkar í þessum efnum. Stefnt skal að því að öll bókleg fræðsla bankamanna farifram á veg- um Bankamannaskólans, sem stjórnað er sameiginlega af fulltrúum starfsmanna og vinnuveitenda. Verk- leg fræðsla verði skipulögð afBanka- mannaskólanum, en framkvæmd á hverjum vinnustað fyrir sig eða í æf- ingastöð Bankamannaskólans.“ í samræmi við framangreinda þjálfunar- og fræðslustefnu hafa stjómendur bankanna og félags- menn S. í. B. áréttað nokkur atriði úr þessari ályktun með því að taka inn í kjarasamning starfsmanna bank- anna ákvæði sem ætluð eru til að tryggja eflingu þessa starfs. Mun ég nú rekja þau ákvæði síðasta kjara- samningsins, sem varða þjálfunar- og fræðslustarf bankamanna. í kafla 10.1.1. er svohljóðandi á- kvæði um fullorðinsfræðslu og end- urmenntun starfsmanna: ,,Aukin verði fullorðinsfræðsla og endurmenntun fyrir starfshópa og starfsmenn. skal skólanefnd Banka- mannaskólans hafa forgöngu um námskeið á sem flestum sviðum. Einnig skal leggja áherslu á sérþjálf- un.“ Ákvæði þessarar greinar ná til allra fræðilegra og verklegra sér- námskeiða sem bankamenn hafa þörf fyrir á starfsferli sínum. Nám- skeið þessi eru almenns eðlis, þann- ig að allar lánastofnanir eiga að geta sent starfsmenn á námskeiðin. Það er svo í verkahring skólanefndar Bankamannaskólans að velja og undirbúa námskeiðin. Fjöldi þeirra og fjölbreytni fer síðan eftir ýmsu, s.s. nýjungum í bankarekstri ofl. í kafla 10.1.2. er e.t.v. þýðingar- mesta ákvæði kjarasammngsins, sem fjallar um fræðslumál, en þar segir: ,,Aðilar eru sammála ttm, að starf- semi Bankamannaskólans verði auk- in og efld í samræmi við samning um skólann. Fulltrúar S.I.B. í stjórn skólans verði tveir. “ Vilji aðilanna er hér ótvíræður. Þeir vilja báðir efla og auka það starf sem fram fer á vegum Bankamanna- skólans. Tel ég þetta viðurkenningu a þeirri starfsemi sem fram hetur far- ið á vegum skólans og skýr ósk um eflingu hennar. Mun ég síðar nefna dæmi um umfang starfsins, sem fram fer í Bankamannaskólanum. Þá er næst að nefna ákvæði í kafla 11.2.5., en þarsegir: ,,Nýir starfsmenn skttlit Ijúka námi við Btinkamannaskólann nema ttnn- að sé ákveðið. “ Er hér átt við hin góðkunnu ný- EINFÖLD - ÞÆGILEG - HENTUG CEE* BORGARTÚNI20 - SÍMI26788 8

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.