Bankablaðið - 01.12.1981, Blaðsíða 29

Bankablaðið - 01.12.1981, Blaðsíða 29
L vöngum og segir: „Oft er ég búinn að hugsa um hvað það var satt, sem þú sagðir við mig héma um árið: haltu þig utan og ofan við þetta maður, færðu greitt aukalega fyrir að eyði- Ieggja taugakerfið í sjálfum þér og öðrum?“ Bankamaðurinn heldur því vendi- lega leyndu fyrir honum, að auðvit- að er hann löngu búinn að ofgera taugakerfinu í sjálfum sér líka, mað- ur má jú ekki vera öðruvísi en hinir! F>ar er komið sögunni, að nýliðinn hafði forframast svo, að honum var treyst fyrir seðlaflutningum úr útibúi ofan í banka, sem þá var ekki orðinn Aðalbanki enn, ekki búið að aðla hann þá! Revndar fékk nýliðinn ekki að halda á töskunni, venjulegri ferða- tösku fullri af peningum. Yfirmaðurinn strunsaði með hana ömggum höndum gegnum mann- þröngina á Laugaveginum og sá ný- bakaði í humátt á eftir til öryggis. Ekki var þó allur prakkari úr honum enn, því hann sagði við þann full- megtuga: ,,Hvað er þetta, sem alltaf er að hrynja úr tóskunni?" Yfirmaðurinn tók kipp, athugaði töskunaog sagði: „Dálaglegtörygg- iseftirlit það!“ ,,Það hafa víst bara verið einseyr- ingar,“ sagði unglingurinn. ,,Það getur verið, en einseyring- arnir skipta mestu máli; það er jú nákvæmnin sem gildír. “ Þetta haföi þó ekki afgerandi áhrif á öryggisflutningana. Eftir 400 skref fóru þeir fram hjá fyrsta aðsetri bankans en enn átti taskan eftir að síga í. Það var þó bót í máli að geta dansað áhyggjulaus á eftir og látið yfirmannmn burðast með töskuna. Þeir komust klakklaust ofan í banka. Ferðin niður eftir var farin í 653 skrefum, tók 7 mín. og38 sek., 3 skref og 5 sek. umfram meðaltal, enda hröktust þeir 2 svar út af gang- stéttinni. A brekkubrúninni féllu nokkrir dropar á þá, en að öðru leyti var veður hagstætt, aðeins örlaði á golu. Öryggistlutningar voru nú orðnir sérgrein nýliðans og hann hét því með sjálfum sér að taka yfir- manninn sér til fyrirmyndar og til- einka sér nákvæmni og öryggi í hví- vetna. ES. Þið eruð rekin — bœði tvö!!! Qýjungnýjungnýjungnýjungnýjungnýjungnýjungnýjungnýjungnýjungnýjungnýjungnýju tinarJ. Skúlason J SKRIFSTOFUVÉLAVERSLJUN OG VERKSTÆDI f Hverfisgötu 89 - Sími 24130 TRIUMPH SE 1030 .3^ :>^ c O) c 3 :>^ c O) c 3^ c O) c 3 c O) c .3 c O) c 3 hljóðlát rafendaritvél skrifar með leturkrónu auðvelt að skipta um leturgerðir minni, 6 - 14 þúsund stafir 3 vinnsluforrit hjálparforrit fyrir útfyllingu eyðublaða fjórar gerðir prentunar með sönu leturkrónu sjálfvirk miðjusetning innan jaðarstoppa jafnar sjálfvirkt hægri spássíu sjálfvirkt leiðréttingarminni Au6untAu6un!Áu6un(Áu6un!Au6unlAu6unlAu6un!Au6un!Au6un!Au6unfÁu6un(Au6un!Au<! 29

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.