Bankablaðið - 01.12.1985, Síða 3

Bankablaðið - 01.12.1985, Síða 3
Hinrik Greipssonjorm. SÍB: Banka blaðið Samband íslenskra bankamanna stofnað 30. janúar 1935. Aðildarfélög eru 17 Félagsmenn í dag eru um 3300 Skrifstofa: Tjarnargata 14,101 R. Formaður: Hinrik Greipsson. Aðrir í stjórn og varastjórn: Hrafn- hildur B. Sigurðardóttir, Friðbert Traustason, Sigurður Geirsson, Margrét Brynjólfsdóttir, Yngvi Örn Kristinsson, Sólveig Guðmundsdótt- ir, Guðrún Hansdóttir, Birna Bjarna- dóttir, Kjartan P. Einarsson og Gunnar Hámundarson. Starfsmenn: Helgi Hólm, framkvæmdastjóri, Guðrún Astdís Ólafsdóttir, fulltrúi, Kristín Guðbjörnsdóttir, skrifst.m. 51. árg. desember 1985. Útgefandi: Samband ísl. bankamanna. Ábyrgðarmaður: Hinrik Greipsson Ritstjóri: Helgi Hólm Aðsetur: Tjarnargata 14,101 R. símar: 26944 og 26252 Bankablaðið er prentað í 3800 eintökum og sent öllum félagsmönnum SÍB. Umbrot og filmuvinna: Repró Setning, prentun og bókband: Formprent. Stjórn og starfsfólk Sambands ísl. bankamanna sendir öllu bankafólki hugheilar óskir um gleðilegjól ogfarsœlt nýtt ár. Bankastörf á tímamótum Samband íslenskra bankamanna varð 50 ára hinn 30. janúar s.l. 50 ár í sögu stéttarfélags er töluverður tími. Bylting hefur orðið í íslenska bankakerfinu á þessum tíma, og erfitt er að sjá að önnur eins bylting verði nœstu 50 árin. Þeir bankamenn, sem lengstan starfsaldur hafa hjá bönkunum í dag hafa gengið í gegnum hreinsunareld, sem enginn bankamaðurframtíðarinnar á eftir að upplifa eftir þeirra dag. Tölvu- og tæknivæðing hefur hafið innreið sína í bankana og nú hefur fyrsta útibúið verið beintengt Reiknistofu bankanna, ogfljótlega mun hver afgreiðslu- staðurinn eftir annan beintengjast. Tœknivœðing hlýtur að vera afhinu góða, og það er vissa mín að í bönkunum í dag starfar frábært fólk, sem mun nýta sér tæknina til fulls og auka þannig viðskipti bankastofnananna á hinum flókna fjármagnsmarkaði. Til þess að í bönkunum séu hœfustu starfsmenn, sem völ er á hverju sinni, þurfa bankamir aðgreiða mannsæmandi laun. Nú um áramót renna út kjarasamningar okkar, eins ogflestra annarra launþegasamtaka. Það er höf- uðkrafa allra að verðtrygging launa í einhverjuformi verði tekin upp að nýju. Það hlýtur þvífyrst ogfremst að kalla á samstöðu allra stéttarfélaga til þess að sú krafa náifram að ganga. Jafnréttismál verða ofarlega á baugi nœsta ár. Nú þegar kvennaáratugur Sam- einuðu þjóðanna er runninn, og konur telja sig litlu hafa fengið áorkað hlýtur barátta þeirra að aukast frekar en hitt. Stjóm SÍB mun leggja sitt af mörkum til þess að jafnrétti verði í raun. Einn þáttur jafnréttismálanna eru menntunarmál, því þurfum við góðan og sterkan skóla bankamanna til þess að allir eigi jafna möguleika til náms. Bankamannaskólinn stendur nú á tímamótum og vonandi verður framtíð hans tryggð og starfsemi efld til hagsbótafyrir alla bankamenn. Stjórn og varastjórn SÍB 1985-1987. Sitjandi frá vinstri: Hrafnhildur B. Sigurðardóttir, 1. varaformaður, Hinrik Greipsson, formaður, Friðbert Traustason, 2. varaformaður. Stand- andi frá vinstri: Margrét Brynjólfsdóttir, Yngvi Örn Kristinsson, Sólveig Guðmundsdóttir, Kjartan Páll Einarsson, Guðrún Hansdóttir, Gunnar Hámundarson og Birna B jarnadóttir. Á myndina vantar Sigurð Geirsson.

x

Bankablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.