Bankablaðið - 01.12.1985, Qupperneq 4

Bankablaðið - 01.12.1985, Qupperneq 4
4 Frá skrifstofunni A skrifstofu SIB Á skrifstofu SÍB starfa nú þrír starfsmenn, þau Kristín Guðbjörns- dóttir, Guðrún Ástdís Ólafsdóttir og Helgi Hólm. Samvinna milli þeirra er bara þó nokkuð góð, enda óhjákvæmi- legt á ekki stærri vinnustað. Þrátt fyrir það eru það ákveðin verkefni sem hver og einn ber sérstaka ábyrgð á. í grófum dráttum er verkaskipting sem hér segir: Á nafnspjaldi Kristínar stendur skrifstofumaður. Á hennar herðum hvílir daglegur rekstur skrifstof- unnar, s.s. bókhald, móttaka félags- gjalda, greiðsla reikninga, umsjón með pósti og það er oftast hún sem lyftir upp símtólinu, þegar einhver hringir til SÍB. Þess utan sér hún um útgáfu á lausum stööum, ásamt því að taka þátt í öðrum útgáfustörfum. Annars er það svo margt sem Kristín gerir, að allt of langt yrði upp að telja. Guðrún Ástdís hefur titilinn fræðslufulltrúi á sínu nafnspjaldi. Guðrún hefur starfað lengst hjá SÍB, þannig að hún er öllum hnútum kunnug í starfinu. í dag eru það þó fyrst og fremst fræðslumál sem eru á dagskrá Jörgen Wulff Krabbenhöft, DSFL, Fritz Johansen, NBF og Kaj Öhman, forseti NBU. Stjórnarfundur í NBU í Reykjavík Stjórn NBU hittist á fundi hér í Reykjavík um sama leyti og SÍB hélt sitt 34. ársþing. Gestirnir notuðu tæki- færið á meðan þeir dvöldust hér til að kynnast landi og þjóð. M.a. var farið í ferð um Suðurnes, var Hitaveita Suð- urnesja skoðuð og farið í heimsókn í nýtt útibú Sparisjóðsins í Keflavík. Einnig var þegið boð hjá FSLÍ og margir gestanna sátu þing og afmæl ishátíð SÍB. hjá henni. Fræðsla og hvers konar kynningarstarfsemi fer vaxandi hjá SÍB og óhætt er að segja, að með Guðrúnu Ástdísi við stjórnvölinn, þá hefur það starf orðið markvissara og árangursríkara. Annar meginþáttur í starfi Guðrúnar er umsjón með trún- aðarmannakerfi SÍB. Trúnaðarmenn eru nú um eitt og hálft hundrað, þannig að í mörg horn er að líta. Helgi hefur titilinn framkvæmda- stjóri á sínu nafnspjaldi. Hann kemur ýmsu í framkvæmd sem þing eða stjórn SÍB hefur ákveðið. Þar að auki kemur hann fram fyrir hönd SÍB á ýmsum vettvangi. Hann er jafnframt ritstjóri Bankablaðsins og Sambands- tíðinda. Sitthvað fleira fellur til, ekki hvað síst að hafa samband við starfs- mannafélögin og einstaka félaga SÍB sem þurfa á ýmis konar aðstoð að halda. Óhætt er að segja, að allir hafa starfsmenn SÍB ánægju af sínu starfi og skemmtilegasti þátturinn er oft hið beina samband við bankafólk um allt land. Menn mega vita það, að það er oftast heitt á könnunni að Tjarnargötu 14 og það eru allir velkomnir í heim- sókn. Starfsmenn SÍB. Kristín Guðbjörnsdóttir t.v. Helgi Hólm og Guðrún Ástdís Ólafsdóttir. FIET-Fréttir SÍB gekk á síðasta ári í alheimssam- tök skrifstofu- og tæknistarfsmanna. Þessi samtök bera nafnið FIET og hafa þau aðalstöðvar sínar í Genf. í þessum samtökum er alls um tvær milljónir bankastarfsmanna. Þar af um 700 þús. í Evrópu. Nýlega bættust sjö félagasamtök í FIET. Félagatala þessara samtaka var um 80 þús. og eru þau frá Chile, Fíla- beinsströndinni, Malasíu, Perú, Singa- pore og tvö frá Mexícó. Þar með er meðlimaf jöldinn í FIET orðinn rúml. 8 milljónir og skiptist hann þannig: Svæði Meðlimafj. Fj. sambanda Fj. landa EURO-FIET IRO-FIET ASIA-FIET AFRO-FIET 4.367.965. 2.166.058. 1.264.643. 381.643. 78 sambönd 68 sambönd 54 sambönd 34 sambönd 24 lönd 31 land 13 lönd 21 land 8.179.737. Þátttaka SÍB í störfum FIET hefur ekki verið mikil fram að þessu, þó hafa verið sóttir nokkrir fundir. FIET hefur unnið mjög gott starf í þróunarríkj- unum með því að þjálfa og styðja við 234 sambönd 89 lönd bakið á verkalýðsfélögum þar. Þá er mikið gagn hægt að hafa af útgáfu- starfsemi sambandsins. Á skrifstofu SÍB geta menn fengið aðgang að þessum gögnum.

x

Bankablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.