Bankablaðið - 01.12.1985, Page 7

Bankablaðið - 01.12.1985, Page 7
7 IBSS hvað er nú það? IBSS er skammstöfun á Inter- national Banking Summer School. Undirritaður var svo heppinn að vera valinn til þess að taka þátt í 38. Alþjóðlega sumarskóla bankamanna 13.—26. júlí ‘85 í Cambridge í Englandi. Frá íslandi eru yfirleitt valdir tveir þátttakendur og að þessu sinni var Kristín Rafnar hjá markaðssviði Landsbanka íslands ásamt mér valin til fararinnar. Þátttakendur voru 223 frá 61 þjóð- landi. Á hverju ári er valið sérstakt þema til að f jalla um og þema þessa sumar- skóla var „Competition & Co-operation in world banking”. Markmið sumar- skólans eru einkum tvenns konar, að fjalla um á faglegan hátt bankavanda- mál líðandi stundar og kynnast erlend- um starfsfélögum sínum og auka þannig þekkingu og skilning hvers annars. Skólastarfið fór þannig fram að þátt- takendum er skipt niður í ca 15 manna hópa og hver hópur hefur hópstjóra, sem stjórnar umræðu og heldur saman niðurstöðum umræðna. Flesta daga er fenginn fyrirlesari um eitthvað ákveðið efni, sem snerti þema skólans og voru t.d. fengnir níu fyrirlesarar, sem fjölluðu um sam- keppni og samvinnu í alþjóðlegri bankastarfsemi og hóparnir byrjuðu daginn á því að ræða fyrirlestrana, sem voru prentaðir og dreift til þátt- takenda 2-3 vikum fyrirfram. Hópurinn setti síðan á blað helstu spurningar sem vöknuðu hjá þeim í umræðunni um fyrirlesturinn og þeg- ar að afloknum fyrirlestri svaraði fyrirlesari síðan spurningum hópanna og urðu oft á tíðum líflegar umræður. Greinarhöfundur í kröppum dansi. En sumarskólinn er ekki bara þurrir fyrirlestrar og umræður. Á kvöldin voru haldin svokölluð þjóðapartý, og stundum voru þau tvö á dag. Þá bauð eitthvert land eða lönd upp á hressingu af einhverju þjóðlegu maga- og munnsælgæti, sem skolað var niður með þjóðlegum drykkjum! Norðurlandaþjóðirnar buðu upp á kalt hlaðborð með öllum hugsanlegum kræsingum að undanskildum hákarli og harðfisk, en ekki er víst að allir hefðu fengist inn í matsalinn ef fólk hefði mætt hákarlslyktinni um leið og það kom inn. Reynt var að bjóða upp á einhverja þjóðlega skemmtun og stóðu Norður- landaþjóðirnar fyrir „söngvakeppni” þegar búið var að skola matnum niður með hæfilegum skammti af ákavíti og Tuborg öli. Við Kristín tókum að sjálfsögðu þátt í þeirri keppni og sungum „Á Sprengi- sandi” fyrir gestina og vorum lengi vel talin sigurstrangleg, en sigurinn féll Nigeriumönnum í skaut og hlutu þeir að sjálfsögðu ákavítisflösku að launum. íþróttakappleikir af ýmsu tagi voru haldnir ýmist eldsnemma á morgnana eða í hádeginu og má þar nefna reiptog, vatnsgöngu, innanhússfótbolta, tennis, krikket og margt fleira. Þátttaka í alþjóða sumarskóla banka- manna er lífsreynsla út af fyrir sig og vil ég hvetja bankamenn, sem áhuga hafa á alþjóðabankaviðskiptum til þess að sækja um, það er vissulega þess virði. Hinrik Greipsson. P.s. Eins og fram kemur í grein minni var þetta 38. sinn sem alþjóða sumar- skólinn starfar. Mig langar til þess að fyrri þátttakendur IBSS sendi Sam- bandi ísl. bankamanna upplýsingar um hverjir hafi sótt skólann allt frá upp- hafi, þannig að SÍB eigi skrá yfir hverjir hafi farið og hvenær. Hug- myndin er síðan að kalla hópinn saman einhverja kvöldstund og rifja upp gamla daga. Hinrik.

x

Bankablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.