Bankablaðið - 01.12.1985, Side 22

Bankablaðið - 01.12.1985, Side 22
22 Tölvuvæðing bankanna E. Th. Mathiesen hf.: Við höfum 25 ára reynslu að baki Fyrirtækið E. TH. MATHIESEN HF. er mörgum bankamönnum að góðu kunnugt. Það hefur um 20 ára skeið haft á boðstólum ýmsan búnað sem notaður er í bönkum. Nægir í því sam- bandi að nefna peningaskápa, öryggis- hurðir og geymsluhólf, skjalaskápa og afgreiðsluborð, seðla- og mynttalning- arvélar. Tíðindamaður Bankablaðsins brá sér á dögunum að Bæjarhrauni 10 í Hafnarfirði og hitti að máli Einar Mathiesen og son hans Árna, en þeir stýra hinum daglega rekstri fyrir- tækisins. Það sem fyrst vekur athygli gests- ins er hið nýja og glæsilega húsnæði sem fyrirtækið hefur nýlega tekið í notkun. Fyrst og fremst vekur athygli sá snyrtilegi og hreini stíll sem yfir byggingunni er og hversu allt hús- næðið innandyra er bjart og vistlegt. Aðspurðir kváðust þeir feðgar hafa verið með puttana í flestu sem gert var og í góðri samvinnu við arkitekt hússins hafi þeim tekist að ná fram þeim markmiðum sem þeir höfðu sett sér, þegar út í byggingu hússins var farið. Eftir að hafa óskað til hamingju með húsnæðið, kom fyrsta spurningin: Hvað hefur E. Th. Mathiesen upp á að bjóða sem kemur bankamönnum að gagni í þeirra starfi, sérstaklega í sam- bandi við þá tæknibyltingu sem nú á sér stað í bönkunum? Fylgihlutir tölva. Einar varð fyrri til svars: Því er fyrst til að svara, að við tókum þá ákvörðun á sínum tíma að vera ekki með tölvur á okkar snærum. Aftur á móti höfum við lagt mikla áherslu á ýmsa þá hluti sem eru nauðsynlegir fylgifiskar tölvanna og tölvuvinnslu. Ég vil t.d. nefna sér- hannaða, eldtrausta geymsiuskápa fyrir tölvugögn s.s. diska, diskettur og segulbönd. í dag eru hættumörk fyrir þessi gögn talin liggja við 55 hitagráð- ur, þannig að það er út í hött að geyma þau við venjulegar aðstæður á skrif- stofum, jafnvel ekki í bankahvelfing- um eru þau fyllilega örugg, því þar Rósengren tölvuskápur. Breyta má inn- réttingu eftir þörfum. NGZ vinnustöð fyrir gjaldkera. getur hitinn vegna tilfallandi óhappa auðveldlega farið upp fyrir þessi mörk. Sérhönnuð húsgögn. Næst leggjum við eftirfarandi spurningu fyrir Árna: Hvaða útbúnað hafið þið fyrir bankaafgreiðslu, þar sem stöðugt er verið að vinna með tölvur? Svar Árna hljóðaði á þessa leið: Stöðug og mikil notkun tölva hefur kallað á sérhönnuð húsgögn, s.s. borð undir tölvur og prentara, sérhannaða hljóðdeyfa fyrir tölvuprentara og síðast en ekki síst svokallaðar vinnu- stöðvar. Þetta eru skrifborðaeiningar, þar sem gert er ráð fyrir að koma megi fyrir öllum þeim tækjum sem nota þarf, s.s. tölvuskjám, takkaborði, reikni- og ritvélum o.fl. Þessi borð geta einnig verið afgreiðsluborð í leiðinni. Allur þessi bunaður er hannaður með það fyrir auga að skapa gott vinnu- umhverfi. Geymsla tölvugagna. Við báðum Einar að fjalla aðeins nánar um geymslu tölvugagna. Við lifum í dag á tölvuöld sagði Einar. Hundruð smárra og stórra fyrirtækja eru að koma upp sínum eigin tölvum og önnur eru að bæta við sig. Opinberar stofnanir eru stórvirkir notendur og alls konar upplýsingum er safnað saman í tölvum eða geymdar sem tölvugögn. Þessi geymsla fer fram í formi segulbanda, disketta eða stærri diska sem geta geymt óhemju magn upplýsinga án þess að mikið fari fyrir. En ekki eru öll geymsluvandamál leyst með með þessu. Á sama hátt og hin gamla skjalageymsla var í stöðugri eldhættu, þá eru tölvugögnin sömu- leiðis stöðugt í hættu, ekki aðeins vegna hugsanlegs eldsvoða, heldur er of mikill hiti stórhættulegur. Ef disk- etta liggur t.d. óvarin gegn sólarljós- inu, þá er hætt við að hún eyðileggist og upplýsingarnar sem hún geymir gla- tist. Nýja tölvu má kaupa ef sú gamla eyðileggst, en upplýsingarnar sem hún geymir eru tapaðar komi óhöpp fyrir. Mynt- og seðlavélar. Sá þáttur í rekstri E. Th. Mathiesen hf. sem er örugglega kunnur flestum bankajnönnum, eru þær seðla- og mynttalningavélar sem er að finna í flestum bankaafgreiðslum. Við spyrj- um þá feðga hvort einhverra nýjunga sé að vænta á því sviði. Árni kvað það reyndar vera. Þeir væru nú að kynna í bönkunum sérstakar samstæður sem væru ætlaðar þeim sem vinna við talningu á innleggi sem koma til bank- anna í næturhólfin. Víða er aðstaða slæm í bönkunum, en æskilegast væri að gjaldkerar hefðu góða aðstöðu við þessa talningu. Tíðindamaður Bankablaðsins batt nú bráðan enda á spurningar sínar og þakkaði þeim feðgum góðar móttökur. Það er trú okkar, að bankamenn muni ekki eyða tíma sínum til einskis með því að líta við að Bæjarhrauni 10 í Hafnarfirði.

x

Bankablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.