Bankablaðið - 01.12.1985, Blaðsíða 23

Bankablaðið - 01.12.1985, Blaðsíða 23
23 Tölvufræðslan Tölvufræðslan að Ármúla 36 í Reykjavík var stofnað af þeim Ellert Ólafssyni og dr. Kristjáni Ingvarssyni. Þar starfa nú 3 fastir starfsmenn, en fjöldi þeirra sem starfa við skólann er um 35 manns. Markmið Tölvufræðslunnar er að veita fjölþætta fræðslu um notkun tölva og kynna nýja tækni á þessu sviði. Til að ná þessu marki hefur Tölvu- fræðslan lagt mikla áherslu á vönduð námskeið með vel menntuðum leið- beinendum. Starfsemi Tölvufræðslunnar fer stöðugt vaxandi og nemendafjöldinn frá byrjun er á þriðja þúsund. Kennslan fer aðallega fram í tveim kennslustofum og telur Ellert hæfilegt að hafa 10-15 manns í hóp. Við kennsluna er mjög vænlegt til árang- urs að hafa tvo og tvo nemendur saman um hverja tölvu, því þá bæta nemend- urnir hvorn annan upp og hjálpast að við að leysa þau verkefni sem lögð eru fyrir. Þótt fyrirtækið hafi ekki starfað í langan tíma, þá hefur starfsemin nú þegar sprengt utan af sér núverandi húsnæði og er nú verið að leita að betra og stærra húsnæði. Á námskeiðunum fyrir bankamenn er megináhersla lögð á eftirfarandi tvo þætti: 1) Grunnþjálfun í meðferð og notkun tölva. 2) Innsýn í heildarskipulag tölvuvæð- ingarinnar í bönkum. 3) Þjálfun í notkun algengra forrita t.d. ritvinnslu, töflureiknun og gagnasafnskerfum. Tölvufræðslan hefur bæði haft nám- skeið fyrir einstaklinga og hópa frá fyrirtækjum sem eru í vaxandi mæli að taka upp tölvunotkun. Eftir að hafa rætt við þá Ellert og Kristján um þá beinlínuvæðingu sem nú stendur yfir í bönkum, þá biðjum við þá að nefna þá fræðslu sem sér- staklega þyrfti að þeirra mati að veita bankamönnum. Þeir sögðu, að eftirfarandi þætti yrði að hafa til hliðsjónar: a) Bankastarfsfólk almennt hefur litla eða enga reynslu í notkun tölva. b) Mikil breyting verður á vinnu- brögðum, með tilkomu beinlínu- vinnslunnar. Þess vegna er augljóst, að mikillar fræðslu er þörf. Fræðslan getur að sjálfsögðu farið fram með ýmsu móti, en ef tekið skal mið af reynslu annarra, þá er best að allir starfsmenn fari á hnitmiðuð námskeið sem eru sérstak- lega sniðin fyrir þarfir bankanna. Slíkt námskeið þarf að innihalda: 1) Grunnfræðslu um tölvur og notkun þeirra. 2) Góða innsýn starfsfólks á hlutverki tölvanna í bankanum. 3) ítarleg þjálfun á þau tæki sem notuð verða. Þeir vildu að lokum leggja áherslu á það, að árangurinn af þessari tækni- breytingu yrði að öllum líkindum í hlutfalli við þá þjálfun og fræðslu sem starfsfólk bankanna fengi. Beinlínufræðsla Landsbankans Sveinbjörn Guðbjarnarson sem áður var í rafreiknideild bankans, tók að sér að skipuleggja og reka sérstaka fræðsludeild í sambandi við beinlínu- verkefnið. í húsnæði bankans að Höfðabakka var sett upp mjög góð kennsluaðstaða og þangað var starfs- fólkinu stefnt, bæði á vinnutíma, á kvöldin og um helgar. í nýútkomnu afmælisriti Banka- mannaskólans er viðtal við Sveinbjörn og kemur þar margt athyglisvert fram. Hvetjum við fólk til að lesa viðtalið. Við slógum á þráðinn til Sveinbjarnar og leituðum frétta: Það hittist vel á, sagði Sveinbjörn, því að við erum einmitt nú að ljúka þessu verkefni. Það eru um 850 starfs- menn sem farið hafa í gegnum pró- grammið og ég held að það hafi tekist mjög vel. Hvaða atriði hefur þú lagt mesta áherslu á íþinni kennslu? Það eru fyrst og fremst þrjú atriði sem ég hef lagt áherslu á: 1) að skapa jákvætt viðhorf hjá starfs- fólkinu til notkun tölva í daglegum störfum þ.e. að eyða ótta sem mjög víða er fyrir hendi. 2) að fá starfsfólkið til að tileinka sér ný vinnubrögð. 3) að fræða fólk um þær nýungar sem eru framundan, s.s. hraðbanka, smartkortið o.fl. Jafnframt þessu hefur verið lögð áhersla á það, að þeir sem koma til með að vinna við Kienzletækin fái nægilega þjálfun á þau. T.d. eru gjaldkerar þeirra afgreiðslna sem fá nýju tækin látnir æfa sig meira og minna alla vikuna áður en tækin eru tekin í notkun. Aðspurður í lokin kvað Svein- björn ekki vera ákveðið, hvort eða hvernig framhald yrði á þessari fræðslustarfsemi.

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.