Bankablaðið - 01.12.1985, Qupperneq 24

Bankablaðið - 01.12.1985, Qupperneq 24
24 KVENNASMIÐJAN Dagana 24.—31. október síðastliðinn var haldin í nýbyggingu Seðlabankans sýning á störfum kvenna. Tilefni þess- arar sýningar var eins og flestir vita lok kvennaáratugar Sameinuðu þjóð- anna og bar sýningin yfirskriftina KONAN—VINNAN—KJÖRIN. Um miðjan september kom saman að Tjarnargötu 14 lítill hópur kvenna til að undirbúa þátttöku S.Í.B. í þessari sýningu. í undirbúningshópnum voru þær Guðrún Hansdóttir, Edda Svav- arsdóttir, Kristín Rafnar, Kristín Guð- mundsdóttir og Sigrún Ólafsdóttir, síðar bættust í hópinn Sigríður Jó- hannesdóttir og Björg Jónsdóttir. Ákveðið var að reyna að sýna fortíð og nútíð í bönkum með myndum og tækj- um. Einnig að lýsa stöðu kvenna og breytingum á henni síðustu áratugi með auðlesnum línuritum. Helgi Hólm: Til umhugsunar Framkvæmd kjarasamninga. Það hendir oft, að starfsmenn leita til starfsmannahalds í sínum banka með ýmsar spurningar. Það stafar af því, að fólk er ekki alltaf öruggt um sín rétt- indi, eða hefur misskilið eitthvað í kjarasamningunum. í flestum tilfell- um fá starfsmenn góðar móttökur, en of oft slæmar. Því miður hafa sumir þetta eins og í villta vestrinu — segja fyrst nei, og skoða síðan málin á eftir. Því ekki að hafa það fyrir reglu, að taka ávallt á móti samstarfsfólki sínu á ljúfmannlegan máta. Það er örugglega best fyrir alla aðila. Ég ætla að nefna þrjú atriði úr kjara- samningunum sem oft er deilt um: Fæðingarorlof. Fæðingarorlofið er stöðugt verið að vandræðast með. Yfirmenn þeirra kvenna sem fara í fæðingarorlof ættu að kynna sér vel þessar reglur. Þeir eiga t.d. að gefa starfsmannahaldinu reglulega upp alla yfirvinnutíma, svo eitthvað sé nefnt. Hér vantar mikið á. Hlutastörf. Við útreikninga kaups vlhlutastarfa, sérstaklega þegar um óreglulega vinnu er að ræða. Það hefur m.a. komið í ljós, að þessir starfsmenn hafa þurft að vinna upp frídaga. Fastráðning/ráðningarsamningur. Fastráðning er oft dregin á langinn og ekki er alltaf gengið frá ráðningar- samningi. Þar sem bankarnir eru nú sem óðast að tæknivæðast, þá er ekki úr vegi að skoða aðeins kjarasamninginn í því tilliti. Samvinna um skipulags- og tæknimál. Hvar var bókin góða, kjarasamning- urinn, þegar bankarnir skipuðu í hóp- inn sem átti að undirbúa hraðbanka- verkefnið. Gleymdu menn að lesa grein 12.1.1. og 12.1.2. Halda menn virkilega, að það að setja upp 10 hraðbanka víðs vegar um bæinn hafi ekki umtalsverð áhrif á störf bankamanna. Ég held að stjórnendur bankanna verði að gera sér grein fyrir því, að það verður að miklu leyti undir starfsfólkinu komið, hvernig árangri allar þessar tækni- breytingar skila.

x

Bankablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.