Bankablaðið - 01.12.1985, Qupperneq 28

Bankablaðið - 01.12.1985, Qupperneq 28
28 Jafnréttisbarátta og SÍB Það er liðið að lokum kvennaára- tugar Sameinuðu þjóðanna, sem helg- aður var bættri stöðu kvenna í heim- inum. Því er fróðlegt að líta um öxl og rifja upp þær breytingar sem orðið hafa. Þótt margt hafi áunnist í jafn- réttismálum er enn að mörgu að hyggja á því sviði. Það sem ef til vill er brýnast að taka til athugunar er skipting starfa í hefðbundin karla- og kvennastörf og það launamisrétti sem sú skipting leiðir af sér. SÍB hefur tekið virkan þátt í umfjöllun um jafnréttismál þennan áratug. Norræna bankamanna- sambandið mun á árunum 1986-87 leggja mikla áherslu á jafnréttismál og vinna markvisst að framgangi þeirra, SÍB mun taka þátt í því samstarfi. Á Norðurlöndunum standa konur höllum fæti í bankakerfinu. Við ís- lendingar ásamt Finnum erum talsvert á eftir nágrannaþjóðum okkar á þessu sviði. Mestur árangur virðist hafa orð- ið í jafnréttismálum í Danmörku. Árið 1982 var haldin ráðstefna um jafn- réttismál á vegum SÍB í Reykjavík. Fyrir ráðstefnuna fór fram all ýtarleg könnun á meðal kvenna í 10.—12. launafl. SÍB hefur nú sent frá sér aðra slíka könnun, þó all ýtarlegri, og mun hún ná til allra kvenna innan bankakerfisins. Það mun verða fróð- legt að sjá hvaða breytingar hafa orðið á þessu tímabili. Niðurstöður munu verða birtar síðar. Árið 1977 hófst kerfisbundin söfnun upplýsinga á vegum SÍB um röðun starfsmanna í launafl. eftir kynjum. Þá voru konur 64% af starfsmönnum bankanna en í dag eru þær 70%. 1977 erengin konai 12. launafl., í ll.launafl. eru 3.5%, í 10. launafl. 4.5%.í dag eru konur í 12.-14. launafl. 20% (þ.e. 5.5% starfandi kvenna), en í þessum launafl. eru karlar 80% (þ.e. 50% starfandi karla). Meðallaun kvenna innan bankakerfisins eru 21.4% lægri en meðallaun karla. Þrátt fyrir þennan mikla mismun hefur ýmislegt áunnist, t.d. er áberandi hvað konur eru iðnar við að sækja um stöður sem losna innan bankakerfisins. Þó enn sé langt í land, að hlutfall kynjanna í efri launafl. verði jafnt hefur þeim konum fjölgað fremur en hitt, sem takast á hendur ábyrgðar- meiri og þar með betur launuð störf í bönkunum. Konur verða að halda áfram að bæta menntun sína og þjálfa, þannig að þær verði jafn vel settar og karlmenn, hvað menntun varðar. Banki framtíðarinn- ar, með alla þá tæknivæðingu sem framundan er, mun gera meiri kröfur til menntunar starfsmanna. Gera má ráð fyrir að með tæknivæðingunni skapist fjölmörg ný og skemmtileg störf. Þar megum við konur ekki drag- ast aftur úr. Konur verða endilega að söðla um og taka þau að sér. Tökum virkan þátt í öllum undirbún- ingi og þjálfun, þetta er okkar tæki- færi. Látum það ekki henda okkur að sitja eftir í láglauna- og hefðbundnum störfum, meðan karlmennirnir hasla sér völl í betur launuðum og áhuga- verðari störfum. Hrafnhildur B. Sigurðardóttir er varaformaður SÍB og starfar sem skrifstofustjóri við Miklubrautarútibú Landsbankans. Kjörtímabil trúnaðarmanna lengist í TVÖ ÁR Á síðasta þingi SÍB var sú breyting gerð á reglum um trúnaðarmenn, að kjörtímabil þeirra var lengt í tvö ár. Það hefur lengi staðið trúnaðar- mannakerfinu fyrir þrifum, hversu mikil endurnýjun hefur átt sér stað á hverju ári. Það liggur í augum uppi, að sá trúnaðarmaður sem aðeins starfar í stuttan tíma fær ekki miklu áorkað, því bæði eru menn varla komnir inn í starf sitt og þar að auki tekur um eitt ár að fara í gegnum hina hefðbundnu fræðslu af hálfu SÍB. Það er því algert skilyrði fyrir því, að trúnaðarmenn geti náð árangri í starfi sínu, að þeir séu í því a.m.k. nokkur ár í senn. Á síðasta trúnaðarmannanámskeiði sem haldið var dagana 14.-18. okt. sl. var þessi breyting rædd og menn reyndu að gera sér grein fyrir því, hvaða áhrif hún kæmi til með að hafa. Hér fara á eftir helstu niðurstöður sem fram komu: Aukinn áhugi. Við það að trúnaðar- maður starfi a.m.k í tvö ár, þá má gera ráð fyrir, að áhugi á starfi hans aukist. Aukin þekking. Augljóst er, að trúnað- armaðurinn mun auka við þekkingu sína á hinum ýmsu málum er starfi hans tengist. Möguleikar/Árangur. Með starfi í lengri tíma aukast möguleikar trúnað- armannsins til að ná árangri í starfi. Hann kynnist betur vinnufélögunum og fær sterkari stöðu gagnvart yfir- mönnum. Einnig nýtast betur þau nám- skeið er SÍB gengst fyrir, þar sem ekki verður eins ör endurnýjun í röðum trúnaðarmanna. Menntun og þjálfun. Þessum þáttum verða betur gerð skil með lengingu námskeiða og fjölbreyttara námsefni. Viðhorf til trúnaðarmannsins. Virkur trúnaðarmaður vekur sjálfur jákvætt viðhorf hjá vinnufélögum og þeim sem hann þarf að hafa samband við. Eftir því sem trúnaðarmaðurinn er lengur í starfi ættu að vera meiri líkur til þess, að áhrifa hans gæti.

x

Bankablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.