Bankablaðið - 01.12.1985, Page 29

Bankablaðið - 01.12.1985, Page 29
íþróttir 29 Sigurlið Landsbankans í kvennahandboltanum og hið harðsnúna körfuboltalið Iðnaðarbanka. Iþróttahátíð SlBvegna 50 ára afmælis Meðal þess sem stjórn SÍB tókst á hendur í sambandi við 50 ára afmælið, var að efna til veglegra íþróttamóta í ýmsum vinsælum greinum. íþrótta- nefnd SÍB hafði allan veg og vanda af heildarskipulagningu, en auk þess störfuðu vaskir hópar bankamanna við hinar einstöku greinar. íþróttanefnd- ina skipa eftirtaldir: Aðalsteinn Örn- ólfsson, Birgir Ástráðsson, Anna Vignir, Gyða Úlfarsdóttir og Sólmund- ur Kristjánsson. Af hálfu skrifstofu SÍB starfaði Guðrún Ástdís Ólafsdóttir með nefndinni. Keppt var í eftirtöldum greinum: Bridge, skák, knattspyrnu, handknatt- leik, körfuknattleik, golfi og blaki. Var það í fyrsta skipti sem SÍB gekkst fyrir keppni í þremur síðasttöldu greinunum. Þátttaka varð mjög mikil í öllum greinum og skal nú lítilsháttar gert grein fyrir hverri grein fyrir sig. Knattspyrna. 20 lið karla og kvenna mættu til keppni og fór hún fram á tveimur helgum og var keppt í íþróttahúsunum að Varmá í Mosfellssveit og í Digranesi í Kópa- vogi. Úrslit: Konur: Samvinnubankinn Karlar: Landsbankinn A Knattspy rnulið Landsbankans. Handknattleikur. í handknattleiknum mættu alls 8 lið til keppni og sigruðu lið Landsbanka í báðum flokkum. Körfuknattleikur. í körfunni mættu alls 9 lið og var hart barist um sigurinn. Sigraði lið Lands- bankans eftir geysiharða baráttu við lið Iðnaðarbankans. Blak. Hér mættu 6 lið til keppni og mátti í mörgum liðunum sjá fagmannlega blakað. Þegar upp var staðið hafði lið Þessar fræknu stulkur frá Samvinnubankanum sigruðu í knattspyrnu kvenna.

x

Bankablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.