Bankablaðið - 01.12.1985, Síða 30

Bankablaðið - 01.12.1985, Síða 30
30 Seölabankans sigrað og komu þeir þar með í veg fyrir, að Landsþankinn hirti öll sigurlaun í karlaflokkunum. í körfu og blaki voru engin kvennalið. Bridge. Geysimikil þátttaka var í þessu fyrsta tvímennings-bridgemóti SÍB í langan tíma. Spilað var í tveimur riðlum og urðu sigurvegarar sem hér segir: A riðill: 1. sæti: Bragi Björnsson og Þórður Sigfússon. 2. sæti: Kristín Þórðardóttir og Sigríður Blöndal. B riðill 1. sæti: Þorsteinn Laufdal og Þröstur Sveinsson. 2. sæti: Jón Frið- steinsson og Runólfur Sigurðsson. Golf. Þann 8. júní var keppt í golfi á golfvelli Akureyrar og voru samtals 45 kepp- endur mættir til leiks. Golfklúbbur Akureyrar sá um framkvæmd mótsins á höfðinglegan hátt og var það skoðun manna að nauðsynlegt væri að halda slíkt mót árlega. Mætti þá halda það til skiptis á ýmsum stöðum á landinu. Hvorki skortir leikmenn úr röðum bankamanna né heldur golfvelli. Hér sést hluti þátttakenda í bridge. Fyrir miðri mynd sjást Jón Friðsteinsson og Sveinn Sveinsson. Það var ósvikið f jör hjá yngstu kynslóðinni þegar Halli og Laddi komu i heimsókn. Úrslit: Án forgjafar: 1. Björn Axelsson 76 högg 2. GunnarSólnes 82 högg 3. RúnarKjærbo 83 högg Með forgjöf: 1. Indriði Jóhannsson 69 högg 2. JóhannesJónsson 74 högg 3. HelgiHólm 76 högg Nýliðaflokkur: 1. Guðmundur Lárusson 76 nettó 2. Ragnar Guðjónsson 106 nettó 3. Hermann Haraldsson 106 nettó Ragnar vann umspil um 2. sæti. Skák. Skákmótið fór frarn nú í nóvember s.l. og féll þá saman við hið venjulega haustmót SÍB. Úrslit urðu þessi: 1. Björn Þorsteinsson 7,5 v. 2. Jóhann Ö. Sigurj. 7,5 v. 3. Bragi Kristjánsson 7 v. Fjölskyldu- hátíð í sambandi við íþróttakeppnina efndi íþróttanefndin til Fjölskylduhátíðar í íþróttahúsinu að Digranesi þann 31. mars. Ýmislegt var til skemmtunar, m.a. sýndu Halli og Laddi kúnstir sínar, fimleikaflokkur frá KR sýndi og Hornaflokkur Kópavogs lék milli at- riða. Margir sóttu þessa hátíð og var athyglisvert hve margir mættu með yngstu kynslóðina með sér. Óhætt er að segja að afmælismótið hafi heppnast framar öllum vonum. íþróttanefndin vill hér með þakka þeim mikla fjölda sem lagði hönd á plóginn við framkvæmd mótsins.

x

Bankablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.