Bankablaðið - 01.12.1985, Side 32

Bankablaðið - 01.12.1985, Side 32
32 Frá starfsmannafélögunum Félagslíf Starfsmannafélags Samvinnubanka íslands tekið út Árið 1985 byrjaði samkvæmt venju með hinu árlega jólaballi, og var það fjölsótt að vanda. Skrítnu karlarnir í rauðu fötunum og með hvíta skeggið vöktu að sjálfsögðu ómælda ánægju hjá yngstu kynslóðinni, því alltaf má búast við einhverjum glaðningi þegar þeir eru á ferð. í febrúar var haldinn aðalfundur starfsmannafélagsins og þar var Gunnhild 0yahals kosin formaður fé- lagsins og Guðfinna Árnadóttir og Þröstur Friðfinnsson kosnir með- stjórnendur en til vara þeir Aðalsteinn Örnólfsson og Björn Jóhannsson. í mars var haldið þorrablót og þar gæddu menn sér á allskonar góðgæti svo sem eistnavefjunum vinsælu, súra hvalnum sem senn fer að teljast eins og hvert annað raritet, hangikjötinu vin- sæla og mörgu, mörgu fleira. Þessu öllu skoluðu menn niður með þjóðar- drykk íslendinga en hann er ekki hægt að nefna á nafn á prenti því það gæti farið fyrir brjóstið á sumum. Um vorið var farið að sjá „Litlu Söngst jórarnir Hildur og Ágústa. hryllingsbúðina” og herma fregnir að til þeirra sem hana sáu hafi sést á dimmum nóttum læðast út með stofu- blómin í hendi sér og lauma þeim í öskutunnuna. í júní var farið í hið næstum því árlega bankaferðalag. Var mikill hugur í mönnum og stefnan sett á Mývatn. Því miður var þátttakan léleg af suðvesturhorninu er á reyndi, en þeir sem þó létu hafa sig að fara, komu alsælir til baka því þar höfðu þeir m.a. kynnst mörgum góðum austfirðingum og svo hinu stórbrotna landslagi Mý- vatnssvæðisins. Fyrirhugað hafði ver- ið að vígja hið nýja orlofshús bankans, sem staðsett er skammt frá Aðaldals- flugvelli en þar sem húsið var ekki sett á grunninn fyrr en á sunnudagsmorg- uninn urðu menn að láta sér nægja að virða það fyrir sér úr lofti. Um sumarið var farið í þrennar vel heppnaðar kvöldgöngur undir ske- leggri stjórn Pálma Gíslasonar á Suð- urlandsbrautinni. Frekar rólegt var yfir félagslífinu yfir haustmánuðina, en þó ber þess að geta, að haldin var síðsumarshátíð þar sem sumarstarfsfólkið var kvatt á viðeigandi hátt. Á 23ja ára afmælisdegi Starfs- mannafélagsins hinn 9. nóv. sl. var haldin árshátíð. Metaðsókn að venju 260 manns. Árshátíðin var haldin á nýj- um stað Hótel Borg, þar sem sá staður hvar við höfum haldið árshátíðina sl. 9 ár var orðinn of lítill. Slík aðsókn var í ár að útlit er fyrir að leita verði að stærri stað fyrir næstu árshátíð. Skemmti fólk sér við glaum og gleði fram eftir nóttu og er vafamál að allir hafi verið búnir að jafna sig fullkom- lega þegar grámyglulegur hversdags- leiki mánudagsins barði að dyrum. Fjórar hressar: Lára — Kata — Hulda M. og Hulda Þ. Á þessari mynd sést vel, hvað Jörundur og co. voru skemmtilegir.

x

Bankablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.