Jazzblaðið - 01.12.1949, Blaðsíða 12

Jazzblaðið - 01.12.1949, Blaðsíða 12
Danslagahöfundurinn Jimmy McHugh. er vinur allra hljómsveitarstjóra. Hann semur ekki aðeins lög, sem þeir eru ánægðir með að láta hljómsveit sína leika, heldur er hann einnig kunningi margra þeirra og þekkir hljómlistar- lífið út í ystu æsar. Hann uppgötvaði Duke Ellington og varð til þess að útvega honum fyrstu góðu stöðuna í New York. Hann hefur þekkt Tommy Dorsey, Jimmy Dorsey, Benny Good- man, Harry James og marga fleiri þekkta hljómsveitarstjóra frá því að þeir byrjuðu, og hinir yngri hljóm- sveitarstjórar eru margir góðir vinir hann. Jimmy hefur meira að segja sjálfur verið hljómsveitarstjóri. Hann lék eitt sinn á plötu fyrir „Harmony" og voru menn eins og Benny Goodman og Jack Teagarden í hljómsveitinni sem hét „Jimmy McHugh and his Bostonians". Hið skemmtilegasta við Jimmy er, að hann, sem nú er stórvinur margra jazzleik- ara, byrjaði hljómlistarlífið í klassik- inni, sem skrifstofustrákur hjá Bost onar óperunni. Löngu áður en hann samdi „I can’t give you anything but love“, „On the sunny side of the street", „I am in the mood for love“ og mörg önnur lög, sem nú eru sígild, vann hann fyrir sér hjá óperufyrir- tæki, þar sem Caruso, Tetrazzi og Geraldine Farrar komu fram og kyrj- uðu verk gömlu meistaranna, en brátt' byrjaði Jimmy að semja og innan um þennan félagsskap gat hann allt eins vel búið til lög, sem síðar greiddu hon- um götu að „Tin Pan Alley“. Fyrstu lögin sín seldi hann í Boston fyrir lítilfjörlega þóknun. Þegar hann vann sér inn fimmtíu krónur á viku, sem danslaga-sölumaður, fór hann að kynnast hljómsveitarstjórum og söngv- urum, og lögin hans fóru að vekja eftirtekt. Skömmu síðar flutti hann til New York og gerðist meðeigandi í nótnaútgáfufyrirtækinu Mills. Um leið Jimmy Mc Hugh — vinur hljómsveitarstjóranna. Eftir J. SHANNON

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.