Jazzblaðið - 01.12.1949, Blaðsíða 25
bjóðandí í sóló. í dæmi C áttu að leika
allar nóturnar í hljómnum, þetta gefur
meiri möguleika, en er samt nokkuð
takmarkað. En ef þú reynir að sam-
ræma dæmi B og C, færðu út dæmi D.
Nú er það farið að hljóma eins og jazz,
ekki satt? Ágætt. Nú skulum við fara
enn lengra og gefa þessu dálítinn nú-
tíma stíl. Til þess bætum við sjöttu
nótu í skalann við okkar einfalda B
dúr hljóm og komum með ennþá fjöl-
breyttari, og sannkallaða nútíma fra-
seringu, eins og þú sérð í dæmi E.
í þessum, reyndar einföldu, dæmum
hefi ég reynt að sýna þér, hvernig
byggja á upp impróvíseringu. Reynsla
min við kennslu undanfarið ár hefur
sannað, að lærdómur sem þessi, ber
árangur. Með þessum takmörkuðu æf-
ingum hefi ég sýnt þér, hvernig fara
á af stað. Það hvílir svo á þér, hver
árangurinn verður.
Byrjaðu nú strax á því að læra
hljómana og hlustaðu á eins mikinn
jazz og þú mögulega getur.
A
Jazz-hljómleikarnir
í Gamla Bíói þann 15. nóvember hófust
með því að Jón M. Árnason kynnti
fyrstu hljómsveitina, sem leika átti, og
var það K. K. sextettinn, með Jóni Sig-
urðssyni bassaleikara í hljómsveit Jan
Morávek sem viðbótarmanni.
Hljómsveitin lék fjögur lög og gerði
þeim dágóð skil. Jón Sigurðsson trom-
petleikari stóð sig bezt. Þar sem þetta
voru að mestu leiti Be-bop lög, fannst
mér Einar trommuleikari ekki vera eins
virkur og skyldi, en hann er nýliði í
jazzinum og það því skiljanlegt.
Næst kom tæplega tíu mínútna hlé
án þess að nokkuð skeði á sviðinu. —
Þá fékk maður að heyra í hljómsveit
Karls Jónatanssonar, en Karl stóð einnig
fyrir hljómleikunum með Adolfi Theó-
dórssyni úr hljómsveit Tage Muller, sem
viðbótarmanni, og lék
hann á altó-saxafón.—
Hljómsveitin lék fyrst
„What is this thing
called love“, prýðilega
útsett af Árna Isleifs-
syni. Síðan lék hljóm-
sveitin undir þremur
lögum, sem Sigrún
Jónsdóttir söng. Þar
átti Þorkell trompet-
leikari ágætar sólóar í
milli-chorusum. Sigrún
var góð að vanda, en
klaufalegt var að þurfa
að endurtaka síðasta
Framh. á bls. 31.
JazzífaiS 25