Jazzblaðið - 01.12.1949, Blaðsíða 13

Jazzblaðið - 01.12.1949, Blaðsíða 13
Jimmy situr við píanóið og fer yfir útsetningu af nýju lagi, sem hann hefur samið. og Bannið kom, byrjaði að rofa til fyrir Jimmy. Þetta voru æfintýraríkir tímar, flestir næturklúbb- arnir voru undir umsjá f jár- glæframanna, sem borguðu lygilega háar upphæðir fyr- ir skemmtikrafta. Jimmy varð ekki útundan á þessum uppgripatímum músíkanta. Hann kynntist Duke Ell- ington um þetta leyti. „Ég samdi þá revíuna fyrir Cot- ton klúbbinn“, sagði Jimmy, „og við höfðum ágætis negrahljómsveit, sem átti að leika, en enginn meðlim- anna gat lesið nótur, svo að við urðum að láta þá fara og ég leitaði að annarri hljómsveit“. — Jimmy fann Duke í leikhúsi nokkru og fékk hann forstjóra Cotton klúbbsins til að ráða þá þangað. Jimmy minntist þess, að Sonny Greer og Bubber heitinn Miley voru í hljómsveit Duke. „Þegar hljómsveitin kom í klúbbinn lék hún svo mikinn jazz, að forstjórinn ætlaði af göflunum að ganga. Hann kom til mín og sagði, að ég yrði tafarlaust að koma þeim út. Ég taldi um fyrir honum og hljómsveitin varð áfram, og átti hún brátt eftir að vekja alheims eftirtekt og frægð“. Árið 1928 samdi McHugh fyrsta lag- ið, sem frægð hlaut, „I can’t give you anything but love“, Það var samið við revíuna „Blackbirds of 1928“, en litlu munaði, að lagið næði ekki frumsýn- ingunni. Will Vodery, sem útsetti fyrir revíuna, dró fram á síðustu stundu að útsetja lagið, en í jámbrautarlestinni á leiðinni á frumsýninguna, lét hann loks verða af því. En Jimmy var farinn að kynnast hinum óútreiknanlegu hátt- um músíkanta, svo að hann kippti sér ekki upp við þetta. Þegar Jimmy samdi revíuna „Hello Daddy“, notaði hann hljómsveit Ben Pollack og var hann einn hinna fyrstu til að nota jazzhljómsveit í revíunum. Hann samdi einnig rSvíuna „Ziegfeld midnight follies", en hljómsveit Paul Whiteman lék þar og átti Paul engin orð til yfir hinar meistaralegu útsetn- ingar á lögum McHugh, en þær gerði ungur maður, sem sagðist heita Bill Still. Hann varð síðar þekktur undir nafninu William Grant Still, eitt fræg- asta tónskáld Bandaríkjanna. Tommy Dorsey lék í hljómsveitinni, sem var í $a~LUii 13

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.