Jazzblaðið - 01.12.1949, Blaðsíða 30

Jazzblaðið - 01.12.1949, Blaðsíða 30
arar viðstaddir, er skáru úr, hver væri þeirra bezt. Hljómsveit Johnny Stiles varð númer 1 eins og í fyrra og hlaut hún fagran silfur farandbikar. Oscar Rabin hefur ráðið tuttugu ára gamlan trommuleikara í hljómsveit sína. Hann heitir Ken Clare og er tal- inn sérstaklega góður. Margir íslend- ingar muna eftir Rabin hljómsveitinni frá því að hún lék í Glasgow síðastliðið sumar. SVÍÞJÓÐ Helztu danshljómsveitir Svíþjóðar eru 32 að tölu og eru þær skipaðar rúmlega tvö hundruð mönnum. Aðeins ein þeirra, hljómsveit Gordon Olssen er skipuð 16 mönnum. Algengasta skipunin er fimm. eða sex menn og svo tíu til tólf. Putte Wickman, sem sagður er cinn fremsti klarinetleikari, sem nú er uppi leikur nú á National í Stokkhólmi, og með honum eru hinn snjalli pí- anóleikari Reinhold Svensson, Bo Kall- ström vibrafónleikari, Kalle Löhr guit- ar, Roland Bengtsson bassi og George Oddner trommur. ÞÝZKALAND Celler-kvintetinn, sem skipaður er tveimur stúlkum og þremur piltum hef- ur vakið mikla hrifningu í Þýzkalandi, jafnt meðal landsmanna sem útlendinga, er í þeim hafa heyrt. Þetta er söng- kvintet, en auk þes leikur einn piltanna á bassa og annar á guitar. Thore Ehrling, hinn sænski trompetleikari, var með hljóm- sveit sína á hljómleikaferða lagi í Þýzka- landi fyrir eigi alllöngu síðan. Hljómsveitin hefur á að skipa nokkrum af fremstu jazzleikurum Svía, svo sem Stig Holm píanóleikara, Arne Domnerus altóista, Gösta Turner trompetleikara og George Vernon trombónleikara. ÁSTRALlA Rex Stewart, bandaríski trompetleik- arinn hefur leikið í Ástralíu undanfarna mánuði og hefur hann komið fram með Dixieland hljómsveit Graeme Bell. 1 hljómsveitinni eru Bell píanó, Charlie Blott trommur, Lou Silbereise bassi, Jack Varney banjó, Roger Bell og Ade Monsborough trompetar, Pixie Roberts klarinet og Ian Pearce trombón. INNLENT Carl Billich hefur breytt nokkuð um menn í hljómsveit sinni frá því að síð- asta hefti Jazzblaðsins kom út. Þeir Axel og Björn eru hættir og kom aðeins einn maður inn í staðinn, Jósep Felz- mann með altó-sax og fiðlu. Ennfremin' varð Höskuldur Þórhallsson trompet- leikari að hætta fyrir nokkru sökum veikinda. — Haukur Morthens hefur sungið með hljómsveitinni í nokkur 30 flazzMa&d

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.