Jazzblaðið - 01.12.1949, Blaðsíða 9

Jazzblaðið - 01.12.1949, Blaðsíða 9
Fyrati K. K.-aextetinn: Frá vinstri: Guðmund- ur Vilbergsson trompet, Kri8tján Kristjánsson klarinet og altó. Svavar Ge8ts tromma. Trausti Thorberg guitar. Stein- þór Steingrímsson píanó og Hallur Símonarson bassi. i i Ottó Cesana. Á Julliard var stór skóla- hljómsveit og lék Kristján þar á klari- net. Á þessu tímabili gafst honum kost- ur á að sjá og hlusta á alla fremstu jazzleikara Bandaríkjanna, m.a. hlustaði hann mörgum sinnum á Duke Ellington. Af stórum hljómsveitum finnst Kristjáni mest koma til hljómsveitar Stan Kenton og af smáhljómsveitum til sextets Charlie Ventura. Einnig finnst honum hljómsveitir Boyd Raeburn, Woody Her- man og Ray McKinley mjög skemmti- legar og af því má marka, að hvaða tegund jazztónlistar hugur hans hneyg- ist helzt til. Af einleikurum finnst hon- um Charlie Parker beztur. — Kristján kom heim frá Bandaríkjunum í ágúst 1947 og stofnaði hann þá K. K.-sextet- inn og lék hann í samkomusal Mjólkur- stöðvarinnar um veturinn. í hljómsveit- inni voru: Guðm. Vilbergsson trompet og harmonika, Hallur Símonarson bassi, Steinþór Steingrímsson píanó, Svavar Gests trommur, Trausti Thorberg guitar og Kristján lék á klarinett og altó-saxa- fón, auk þess sem hann söng með hljóm- sveitinni. Þær breytingar urðu á hljóm- sveitinni um veturinn, að Gunnar Ormslev (tenór-saxafónn) kom í stað Trausta og Kristján Magnússon í stað Steinþórs á píanó. K.K.-sextettinn varð strax mjög vinsæll og þar var alltaf reynt að bjóða fólki upp á eitthvað nýtt. Þegar Mjólkurstöðin hætti um, vorið leystist hljómsveitin upp. Um sumarið sigldi Kristján aftur til Banda- ríkjanna og dvaldist þar um tveggja mánaða skeið. Þegar hann kom til ís- lands aftur, réðist hann í hljómsveit Carl Billich að Hótel Borg og lék þar í tæpt ár, en þá stofnaði hann nýjan K, K.-sextett, sem leikur nú að Röðli. 1 hljómsveitinni eru Kristján Kristjáns- son klar. og altó-saxafón. Einar Jónsson trommur, Baldur Kristjánsson píanó, Jón Sigurðsson trompet, Ólafur Péturs- son tenórsax. og harmonika og Vil- hjálmur Guðjónsson klarinett og altó- ýaxxtUiS 9

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.