Jazzblaðið - 01.12.1949, Blaðsíða 34
Endurminningar um fljófaháf
Jess Stacy er einn af þekktari jazzpíanóleikurum.
Hann lék í hljómsveitum Benny Goodman frá árinu
1935, en þar hlaut hann mesta frxgð 'sem píanóleik-
ari. — Áður hafði hann leikið með nokkrum litlum
hljóm8veitum. Hann hefur leikið mikið inn á plötur,
8vo 8em „Stomp“ og „Buzzin around with the hee" með
Lionel Hampton og „Roll’Em" með Benny Goodman.
Þá var ég unglingurinn, sem vann í
hljóðfærabúð Clarks. Mér er enn í
minni, að þegar allir aðrir voru famir
úr búðinni, var ég vanur að setja plötu
á nýja „His Master’s Voice“ gjallar-
hornsgrammófóninn okkar og sópa
búðina eftir nýjasta jazzhljóðfallinu.
Vafalaust átti Clark bezt sópuðu hljóð-
færabúð landsins í þá daga.
Stórviðburður gerðist þrisvar á ári
þjá Girardóhöfða, og það var þegar
eimskipið Capitol lenti til að halda
hljómleika. Hvílíkur spenningur! Og
það var auglýst af álíka kappi og næt-
urhljómleikarnir nú á dögum.
Snemma um kvöldið fórum við niður
eftir til að taka á móti skipinu, og þá
var þessi dásamlega jazzhljómsveit
komin á þilfar og farin að leika. Fólk-
ið keypti sér aðgöngumiða, labbaði sig
upp landganginn og lagði af stað í
kvöldsiglingu.
Mamma lét mig fara að læra á píanó,
og ég remdist við að ná sömu tónunum
úr hljóðfærinu og ég hafði heyrt hjá
hljómsveitinni. Ekkert þráði ég heitar
en að fá vinnu um borð í Capitol, en
spilaramir þar um borð voru svo stór-
kostlegir, að mér sýndust litlar líkur
á, að þetta mundi takast.
Það stendur mér ljóslifandi í minni,
að kvöld eitt, þegar ég fór til að taka
á móti Capitol, var ný hljómsveit að
leika á þilfarinu með nýjan trompet-
ieikara, Louis Armstrong. Þetta var
hljómsveit Fate Marable, og auk Louis
hafði hún upp á að bjóða tvo unga
bræður, sem léku á klarinett og
trommur, Johnny og Baby Dodds.
Hljómsveitin lék Skeleton Jangle,
Tiger Kag og hið vinsæla söngljóð
dagsins, Whispering, einmitt það sama
og Dizzy Gillespie leikur um þessar
mundir .En mestur spenningurinn
34 jazdUií