Jazzblaðið - 01.12.1949, Blaðsíða 19

Jazzblaðið - 01.12.1949, Blaðsíða 19
hafði hann meira en nóg að gera þar, því tónlistarlíf borgarinnar er einstak- lega mikið. Þar var mikið um hljóð- færaleikara, sem þó aðeins léku klass- íska músík. Allar danshljómsveitimar komu frá Vín. 1946 átti hann að byrja í Vínar óper- unni, en varð að hætta við það heils- unnar vegna. Stríðið lét hann ekki í friði sem fleiri og hefur hann þjáðst af magaveiki síðan, sem þó hefur mik- ið batnað, síðan hann kom hingaö. „Það var ekki svo gott í efni“, sagði hann, „Þegar að maður varð að borga mánaðarlaunin sín til að fá kjötbita í eina máltíð“. 1946 kom hann hingað til landsins, en byrjaði ekki að leika hér fyrr en seint á næsta ári. Lék hann meðal annars að Hótel Þresti í Hafnarfirði og sumarið 1948 stjómaði hann hljóm- sveit þeirri, er lék í Tívólí. Þá um haustið byrjaði hann að leika í Góð- templarahúsinu í Reykjavík, þar sem hann er stjórnandi hljómsveitarinnar. Sem kunnugt er, varð ágreiningur milli Félags íslenzkra hljóðfæraleikara og Morávek, þar sem hann, sem útlend- ingur var farinn að leika hér án sam- þykkis félagsins. Aðalástæðan fyrir þessum ágreiningi mun hafa verið sú, að honum voru gefnar rangar upplýs- ingar um hvert hann ætti að snúa sér viðvíkjandi því að fá leyfi, og deild sú innan stjórnarráðsins, sem sér um slík mál sem þessi afgreiddi málið með þeim endemum, að engu tali tekur og bitnaði það mest á Morávek, sem von með þetta, því að félagið hefur leyft var. Nú virðist allt vera komið á hreint meðlimum sínum að leika með Morá- vek í Góðtemplarahúsinu, þó að legið hafi nærri, að forráðamenn hússins, „templararnir", hafi gert þetta enn erfiðara fyrir Morávek, með sinni gam- alkunnu þröngsýni, sem ekki verður þó nánar rætt um hér. Þeir, sem leika nú með Morávek eru Guðni Guðnason harmonikuleikari, Magnús Pétursson píanóleikari, Jón Sigurðsson basaleik- ari og Þorsteinn Eiríksson trommu- leikari. Ólafur Markússon leikur á fiðlu með hljómsveitinni á laugar- dagskvöldum. Hljómsveitin lék á jam-session Jazz- blaðsins í Breiðfirðingabúð 22. október síðastliðinn og kom hún mjög á óvart. Fullyrða má, að þetta sé ein beztá jazzhljómsveit bæjarins, sem mikið er að þakka útsetningum þeim, sem Morá- vek hefur gert fyrir hljómsveitina. Um tíu Be-bop lög hafa þeir æft upp og leika á dansleikjunum og er það meira en hjá flestum hinna hljómsveitanna hér. Lögin eru öll eftir Morávek sjálf- an, mjög skemmtileg og vandvirknis- lega samsett. Morávek leikur aðallega á klarinet í hljómsveitinni og eru sóló- ar hans mjög fjölbreyttar og teknisk- ar. Sama er að segja um leik þeirra Guðna og Magnúsar. Þorsteinn og Jón eru ágætis rhytmaleikarar. Og hver hefði svo trúað því, að í Góðtemplarahúsinu ætti eftir að heyr- ast í einni beztu jazzhljómsveit bæj- arins? Án Morávek hefði það aldrei orðið. S. G. Sara Vaughn söngkona, sem myndin á bls. 15 er af, var undanfarin tvö ár kosin bezta jazzsöngkona Bandaríkj- anna. Hún syngur nú sjálfstætt, en hef- ur áður sungið með hljómsveitum Earl Hines og Dizzy Gillespie.

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.