Jazzblaðið - 01.12.1949, Blaðsíða 31

Jazzblaðið - 01.12.1949, Blaðsíða 31
skipti og hefur það tekizt vel, að því undanskildu, að hátalarinn, sá eini sem er í aðalsalnum, sendir ekki nógu vel, og hefur auk þess ljótan hljóm. Steinþór Steingrímsson hefur fengið tvo nýja menn í hljómsveit sína í sam- komusal Mjólkurstöðvarinnar. Þá Guð- mund Finnbjörnsson frá ísafirði, er lék með Baldri Kristjánssyni í Tjarnarcafé í fyrravetur og svo Svein Jóhannsson trommuleikara úr hljómsveit Edvards Friðjónssonar á Akranesi. Þeir sem hættu voru Ríkharð Jóhannsson bróðir Sveins og Karl Karlsson. Nótnaforlagið Tempó heitir fyrirtæki, sem fyrir stuttu hóf göngu sína. Að því standa hljóðfæraleikararnir Bragi Hlíð- berg og Svavar Gests. Það mun aðallega gefa út dansnótur og kom fyrsta lagið á markaðinn í miðjum nóvember. Lagið heitir Stafróf ástarinnar, sem margir kannast eflaust við. Áherzla verður lögð á að gefa út danslög eftir innlenda höf- unda, og verður sennilega það fyrsta þeirra komið á markaðinn, þegar þetta blað kemur út. Ennfremur hefur fyrir- tækið ýmsar nýjungar á prjónunum og verður þeirra getið síðar. Grettir Björnsson, hinn kunni harmo- nikuleikari, sem leikið hefur úti í Kaup- mannahöfn, kom heim fyrir nokkru og leikur hann nú hér í Reykjavík. Nokkr- ir ungir hljóðfæraleikarar hafa byrjað að leika hér síðastliðna mánuði og má sennilega mikils af þeim vænta í fram- tíðinni. Svo sem Pétri Urbantchitsch bassaleikara og Gunnari Sveinssyni trommuleikara. Vitað er að margir pilt- ar hafa verið að læra á klarinet og saxa- fón hér. Þar sem er völ á hinum beztu kennurum, má sennilega búast við efn- um á þessi hljóðfæri í framtíðinni. JAZZ-HLJÓMLEIKARNIR Framh. af bls. 25. lagið, í stað þess að koma með annað lag, þegar hún var klöppuð fram aftur. Maðurinn, sem sat fyrir aftan mig sagði við félaga sinn, er Sigrún hafði lokið söng sínum, að það væri ekkert varið í hana, þetta gæti hvaða stelpa sem er gert. Ég er ekki í neinum vafa um að hann hafi ekki borið dómgreind á þetta. Hann sagði t. d., þegar að hljóm- sveit Björns R. Einarssonar, sem lék næst, hafði lokið fyrsta laginu, að þetta væri betra, en fyrst leit hann vel í kringum sig og fullvissaði sig um að hver einasti maður var orðinn sár í lóf- unum, svo mikið var klappað fyrir hljómsveitinni. Ef einhver trúir mér ekki, þá er ekki annað en að leita ná- ungann uppi. Ég heyrði hann segja við vin sinn um leið og ég gekk út, að hljóm- leikunum loknum, að hann væri búinn að vera á mótorbát í átta ár. Hljómsveit Björns lék fjögur lög, hvert öðru betur, í „C-jam blues“ lék Guðmundur trommuleikari þá lengstu trommusólu, sem hér hefur heyrzt, sennilega fimm mínútur, lengur gat hann ekki verið ,því að trommurnar voru farnar að láta á sjá. — Allt er gott sem endar vel, á máltæki að hafa sagt, svo að segja má, að þetta hafi verið góðir hljómleikar. S. G. SaxTÍUS 31

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.