Jazzblaðið - 01.04.1951, Page 18

Jazzblaðið - 01.04.1951, Page 18
• t(it einu í annal • Útsölumenn í síðasta hefti er frá því skýrt, að út- gefendur blaðsins óskuðu eftir útsölu- mönnum fyrir blaðið úti á landi. Yið þökkum þeim, er þegar bafa svarað þessari málaleitan, og eru útsölumenn nú komnir fyrir blaðið í Hafnarfirði, Vestmannaeyjum, Keflavík, Vík, Norð- firði Akranesi, Akureyri og ísafirði. Enn vantar nokkuð á, og viljum við nú beina þeim tilmælum til þeirra, er búa í öðrum kaupstöðum eða bæjum, að at- huga hvort þeir vildu ekki gerast út- sölumenn fyrir blaðið. Áður en næsta hefti kemur út, verða útsölumenn að vera komnir um allt land og verður þá jafnframt birtur listi yfir nöfn þeirra, svo að kaupendur blaðsins á viðkomandi stöðum geti snúið sér til þeirra. Bréf. Viltu gjöra svo vel og segja okkur eitthvað um harmonikuleikarann Helga Sesselíusson, sem lék í útvarpinu 17. des. 1949. Hefur hann leikið lengi á harmoniku? Leikur hann í einhverri hljómsveit? Ef svo er, þá hvaða? Gerir hann ekkert annað en að leika? Væri hægt að fá mynd birta af honum? Þrjár fórvitnar. SVAR: Enginn með þessu nafni leik- ur í hljómsveit í Reykjavík og hefur ekki tekizt að grafa upp við hvern er átt. En fyrst þið nefnið ykkur „forvitn- ar“, þá hefðuð þið átt að senda spurn- ingar ykkar fyrr, þ. e. a. s. um það leyti, sem maðurinn lék í útvarpinu, og hefði þá sennilega verið auðveldara að leysa úr þessu. Nœsta hefti í síðasta hefti var þess getið, að nýr greinarflokkur mundi byrja í þessu blaði, þ. e. a. s. umsögn um hljómsveit- irnar. Mér þykir leitt að verða að til- kynna, að fyrsta greinin getur ekki kom- ið fyrr en í næsta hefti. Var gert allt, sem hægt var til að hafa greinina í þessu hefti, en óviðráðanlegar orsakir höml- uðu því. Næsta hefti verður maí-júní hefti og verður reynt að koma því út fyrstu vikuna í júní. í því hefti verður að sjálfsögðu gagnrýni um „kosninga"- hljómleika Jazzblaðsins, sem væntanlega verða afstaðnir, þegar blað þetta kemur út. — Ennfremur verður í næsta hefti ítarlegt viðtal við söngkonuna Sigrúnu Jónsdóttur, og ennfremur grein um ameríska guítarleikarann Tal Farlow, sem sagt er, að sé mesta efni á guítar sem fram hefur komið síðan Charlie Christian féll frá. Ritstj. Árgjaldiö. Þeir áskrifendur blaðsins, sem enn eíga ógreitt árgjald siðasta árgangs, kr. 40,00, eru beðnlr um að greiða hið fyrsta. — Afgreiðsla blaðsins er I Ránargötu 34, og ennfremur er hægt að greiða árgjaldið í Hljóðfærahúsinu, Bankastræti 7, Reykjavík. Útg. HLJÓMSV. CARL-HENRIK NORIN FRAMHALD af bls. 9. Marsh í Lennie Tristano sextettinum og eins og þið getið séð er þetta ekki illa valið. Eg held að hljómsveit þessi eigi eftir að gera mikið á komandi árum og eigið þið sennilega eftir að heyra meira frá henni í framtíðinni.

x

Jazzblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.