Útvarpstíðindi - 01.05.1953, Blaðsíða 3

Útvarpstíðindi - 01.05.1953, Blaðsíða 3
Áhugamaður um tónlistarmál ílytur crindi um Almcnnt gildi söngs og hijóðfæralciks. Stutt viðtal við Helga Hallgrímsson Helgi Hallgrímsson er útvarpshlust- endum að góðu kunnur, ekki sízt fyrir skemmtilega ferðaþætti er hann flutti í útvarpinu í fyrra. Nýlega flutti Helgi tvö erindi er hann nefndi Almennt gildi söngs og hljóðfæraleiks, en í þeim er- indum lagði hann sérstaka áherzlu á uppeldisgildi tónlistariðkana fyrir börn og unglinga. Helgi er áhugamaður mik- ill um tónlistarmál ,og hefir látið þau mjög til sín taka um dagana. Hann er einn af fyrstu mönnum hérlendis, er tók söngkennarapróf og hefir manna bezta þekkingu á öllu er lýtur að söng- kennslu. Um skeið var Helgi orgelleik- ari við guðsþjónustur hjá frænda sínum Haraldi Níelssyni prófessor. Margir útvarpshlustendur hafa látið í ljós ánægju sína með þessi tónlistar- erindi Helga Hallgrímssonar og þykir Útvarpstíðindum hlýða að ræða lítið eitt við hann um þessi mál. Þú byrjaðir ungur að leika á hljóð- færi? Faðir minn lærði lítillega að hand- leika orgelharmoníum hjá Jónasi Helga- syni, þeim merka frumherja. Orgel var því heima á Grímsstöðum alla tíð, og fékk ég tilsögn hjá heimiliskennurum. Á unglingsaldri spilaði ég í tveim kirkj- um í byggðarlaginu. í erindi þínu lagðir þú áherzlu á upp- eldisgildi tónlistariðkana barna og ungl- inga. Hvernig álítur þú að þessum mál- um sé háttað nú í skólum landsins? Um síðustu aldamót í tíð Jónasar Helgasonar var söngur skyldugrein í barnaskólanum hér í Reykjavík. Þetta hafði hina mestu þýðingu. Brynjólfur Þorláksson tók við störfum Jónasar að þessu'óbreyttu. Ég tel að bezti söngur barna er ég hef heyrt hérlendis, hafi verið undir stjórn hans, en síðan eru liðin 40 ár. Er hér þá um fráhvarf að ræða. Raddfærin eru þau hljóðfæri, sem allir eiga. Fáir njóta samt tilsagnar í meðferð þeirra. Það er fjarstæðukennd staðreynd, að hér skuli vera til vísir að kennslu í almennri raddbeitingu og ÚTVARPSTÍÐINDI 3

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/728

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.