Útvarpstíðindi - 01.05.1953, Page 15

Útvarpstíðindi - 01.05.1953, Page 15
TÓMSTUNDAÞÁTTUR Með aukinni trjárækt við íbúðarhús kaup- stáða og sveita, ber nú meira á því en áður, að smáfuglar haldi sig í námunda við mannabú- staði. Því hafa margir, einkum unglingar smíð- að og sett upp, lítil hreiðurhús í von um, að smáfuglarnir geri þar hreiður sín. Hér eru tvær myndir af slíkum húsum, og ætti hver laghentur unglingur að geta smíðað þau. Öll mál eru í cm., en húsin geta auðvitað ver- ið af annari stærð. Þó skal þess gætt, að gólf- flötur þeirra sé ekki minni en 10 cm. á hvern veg. Þunnar kassafjalir og Masonit, eða kross- við má sem bezt nota, hvað með öðru og er alls staðar til eitthvað af slíku efni. Á mynd A er rúmgott inngönguop fyrir fugl- inn, ca. 6 cm. hátt. Á báðum húsunum (A og C) eru gaflar og hliðar negldar saman fyrst. Þá er botninn snið- inn og negldur við. Síðan er þakið sett á og þess gætt, að það sé eins þétt og unt er, svo ekki komist bleyta inn í húsið. Látið þakið ná út fyrir á alla vegu. NÓTT Lag: Árni ísleifsson . Texti: Jón Sigurðsson. í nótt glitra hin gullroðnu ský, svífandi suðrinu í, svalar nætur. í nótt læðumst við léttfætt um stíg ljósálfar hjala við þig Ijósar nætur. Og lækjar ljúfur niður hann leikur fyrir þig. í nótt eigum við tvö eina sál. Ástin þá hjartnanna mál, óma lætur. Á mynd C er hringlaga opið, um 6 cm. í þver- mál. Gatið má gera á þann hátt, að bora fyrst mörg smágöt, þétt; eftir hringlínunni og taka svo það, sem eftir verður, með vasahníf eða sporjárni. Fuglunum þykir stundum gott að tylla sér niður utan við hreiðrið. Er því gert ráð fyrir 5—10 cm. bút af sópskafti eða öðru, rétt neðan við opið (sjá m. C og D). Bezt er að bora fyrst gat og fella síðan spítuna í það. — Á húsi C er op á bakhlið ,ef líta þarf eftir ein- hverju, eða hreinsa að loknu varpi. Við H sést hlerinn á lömum. Vel má nota skinn- eða striga- renning í lama stað. Með krók úr vír (sjá C) er hleranum krækt við botn eða hliðar. — í staðinn fyrir op þetta má hafa þakfjölina óneglda. Örin við X sýnir lista, sem negldir eru við fjölina að neðan- verðu og falla þétt út að báðum hliðum. — Ef húsin eru látin standa, t .d. á endum snúru- staura, er rétt að negla fjöl (sjá E) neðan við botn húsanna (F), skrúfa eða negla í gegn um endann, sem út af stendur, og snúa húsunum þannig, að ekki rigni inn um opin. Berið lakk eða annað á húsin, til varnar fúa. — Fleiri skýr- ingar ættu að vera óþarfar. Þeir, sem mesta al- úð leggja við þetta starf og allan undirbúning, reyna að 'láta húsin líkjast sem mest umhverf- inu. T. d. með því að setja utan á þau, litlar trjágreinar, víðir eða hris, en á þakið grasþök- ur. Þessu má svo festa með smápinnum eða pappasaumi. Ég ráðlegg ykkur, að reyna þetta. Þó skrautlegir litir séu yndislegir í ykkar augum, þá munið að þessi hús eiga fyrst og fremst að vera bústaðir litlu fuglanna og þá auðvitað, aðlaðandi í þeirra augum. — Að lok- um þetta: Verið vinir fuglanna og verndarar. Þá læra þeir smátt og smátt að treysta ykkur og gera ef til vill hreiður sín, í húsum þessum. ÚTVARPSTÍÐINDI 15

x

Útvarpstíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/728

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.