Útvarpstíðindi - 01.05.1953, Blaðsíða 11

Útvarpstíðindi - 01.05.1953, Blaðsíða 11
FJÁRIIAGSRAÐ A HÁLOGALANDI Það er kunnara en frá þurfi að segja, hvílík- um kverkatökum íþróttaáhuginn hefir náð á nútíma íslendingum, enda eigum vér vafalaust allra þjóða flesta íþróttamenn, sé sú góða höfða- töluregla lögð til grundvallar, en sú regla hefur jafnan gefist oss bezt til frama í hvaða keppni sem er. Njóta íþróttamenn vorir yfirleitt hylli og aðdáunar samlanda sinna, a. m. k. sjálfra sín, og jafnvel fleiri, því vér höfum átt Evrópumeistara í fleiri íþróttagreinum og ætt- um, efalaust fleiri ef ólánið hefði ekki ósjaldan leikið við þá, með tognun á handlegg, og fleiri óhöppum, og sannar slíkt hið fornkveðna, að sitt er hvað gæfa og gjörfileiki. Ein þeirra íþróttagreina, sem á undanförn- um árum hefir náð öruggri handfestu á oss ís- lendingum, eru hnefaleikar, en þeir áttu lengi vel erfitt uppdráttar og var vitaminskorti þjóð- arinnar um kennt. Urðu þeir lengi að bíða síns vitjunartíma; gerðist jafnvel einstaka blóðleys- ingi svo tannhvass, að banna bæri þá með lög- um og benti á, og það óneitanlega með nokkr- um rökum, að bæði skjótari og öruggari árang- ur næðist með skaftlöngum buffhamri. Sem betur fer, var allt slíkt vanvizkuhjal þaggað niður með harðri hendi og tilheyrir nú grárri forneskju, en vinsældir þessarar keppni í líkamsárásum fer dagvaxandi. T. d. er nú ný- afstaðin keppni í þessari íþrótt hér í höfuð- borginni, og kepptu þá landar vorir við einn norskan beljaka, sem varð þeim að vonum of- urefli, enda ku sá hafa barið á stærri þjóðum, en samkvæmt höfðatölureglunni var frammi- staða íslendinganna rómuð mjög í dagblöðun- um, auk þess sem þau áttu vart svertu til að lýsa undrun sinni og aðdáun á hegðun, og þó einkum því hve orðvarir áhorfendur hafi verið, þar sem naumast hafi verið að því vikið að spaðsalta dómarann, hvað þá að afhausa leik- menn, og þykir slíkt að vonum bera sjálfstjórn þeirra fagurt vitni. í dagblaðinu Vísi 7. maí s.l. er skýrt frá kapp- leik þessum og klykkt út með þessari klausu: „Fjárhagsráðsmenn fjölmenntu til leiksins hvernig sem á því kann að standa. Próf. Magn- ús Jónsson var þar hinn áhugasamasti og hafði meira að segja með sér kíki í ól um hálsinn til þess að missa ekki af neinu, en á næstu grösum voru þeir dr. Oddur Guðjóns- son og Bragi Kristjánsson skrifstofustjóri ráðsins." Svo virðist, sem Visi sé ekki fullljós skýring- in á þessum áhuga Fjárhagsráðs á íþróttum, og þyki hann jafnvel uggvænn, en oss þykir hins- ÚTVARPSTÍÐINDI 11

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/728

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.