Útvarpstíðindi - 01.05.1953, Síða 17

Útvarpstíðindi - 01.05.1953, Síða 17
FELLE BOOM: RIDDARALEIKUR „Jóhannes," snökti Utelinda. „Jóhannes, mig vantar peninga." Öjá, maður fer nú nærri um það ,að þetta er upphafið að skemmtilegum viðræðum hjóna. „Til hvers vantar þig peninga, elskan mín?“ „Jóhannes, ég hef verið móðguð hræðilega." „Drottinn minn dýri. Hver hefir móðgað þig?“ „Kona dyravarðarins." „Og vantar þig þess vegna peninga?“ Hún fleygði sér upp í sófann og fór enn á ný að snökta. Jóhannes gekk út að glugganum. Á húsinu handan við götuna tindraði ljósauglýs- ing í kvöldrökkrinu: „Weilchen-líkjör er sætari en hefndin." „En hvers vegna?“ „Ég ætla að kaupa eitur.“ „Utelinda. Hvers vegna viltu strax byrla kon- unni eitur?“ Sófinn hófst og hneig undir ekkasogum. „Er dyravarðarfrúin hætt að heilsa þér. Eða hefir hún verið að krefja þig um húsaleiguna sem er ógreidd?" „Verra en það, Jóhannes, miklu verra.“ „Hefir hún haft í hótunum við þig eða ráðist á þig?“ „Ennþá verra." „En hvað hefir hún þá gert sem er svo hræði ...“ „Hún er búin að hrekja hann Sám úr skotinu hans við útidyrnar og kallar hann óþrifagemsa." „Óþrifagemsa?" „Það voru hennar óbreytt orð.“ „Og er það ástæðan fyrir því, að þú ætlar að eitra fyrir kerlingartetrið?" „Hvað er þetta, Jóhannes? Ekki hana sjálfa, heldur köttinn hennar." Jóhannesi létti auðsjáanlega stórum. „A-ha — Nú skil ég. Hún á ekkert með að reka Sám, hvorki úr hans fastabæli né heldur öðrum. Það væri nú skárra!“ Utelinda horfði hreykin á Jóhannes út und- an tárvotum vasaklútnum: „Ég vissi það alltaf, að þú varst riddari. Hve- nær fæ ég peningana?" „Hvaða peninga?" Frh. á bls. 18. Ríkisútvarpið Takmark Ríkisútvarpsins og ætlunar- verk er að ná til þegna landsins með hvers konar fræðslu óg skemmtun, sem því er unnt að veita. ASalskrifstofa útvarpsins annast um af- greiðslu, fjárhald, útborganir, samninga- gerðir o. s. frv. Útvarpsstjóri er venjulega til viðtals kl. 2—4 síðdegis. Sími skrif- stofunnar er 4993. Sími útvarpsstjóra 4990. Innheimtu afnotagjalda annast sérstök skrifstofa. Sími 4998. Útvarpsráðið (Dagskrárstjórnin) hefur yfirstjórn hinnar menningarlegu starfsemi og velur útvarpsefni. Skrifstofan er opin til viðtals og afgreiðslu frá kl. 2—4 síð- degis. Sími 4991 . Fréttastofan annast um fréttasöfnun innanlands og frá útlöndum. Fréttaritarar eru í hverju héraði og kaupstað landsins. Sími fréttastofu: 4994. Sími fréttastjóra: 4845. Auglýsingar. Útvarpið flytur auglýsing- ar og tilkynningar til landsmanna með skjótum, áhrifaríkum hætti. Þeir, sem reynt hafa, telja útvarpsauglýsingar á- hrifamestar allra auglýsinga. — Auglýs- ingasími 1095. Verkfræðingur útvarpsins hefur dag- lega umsjón með útvarpsstöðinni, magn- arasal og viðgerðastofu. Sími verkfræð- ings er 4992. Viðgeröarstofan annast um hvers konar viðgerðir og breytingar viðtækja, veitir leiðbeiningar og fræðslu um not og við- gerðir viðtækja. Sími viðgerðarstofunnar 4995. Takmarkið er: Útvarpið inn á hvert heimili! Allir landsmenn þurfa að eiga kost á því að hlusta á æðaslög þjóðlifsins; hjartaslög heimsins. Ríkisútvarpið. ÚTV ARPSTÍÐINDl 17

x

Útvarpstíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/728

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.