Útvarpstíðindi - 01.05.1953, Side 6

Útvarpstíðindi - 01.05.1953, Side 6
Próf. Leo Funtck, hljómsveit- arstjóri finnsku óperunnar, er finnskur í aðra ætt, en austur- rískur í hina. f stöðu sína var hann skipaður árið 1925, en hafði áður starfað hjá sænsku óper- unni í Stockhólmi, árin 1914— 1919, og verið kennari og tónlist- argagnrýnandi í Helsingfors. Prófessor Leo Funtek, hljómsveitarstjóri. ur í senn. Maija, dóttir hans, situr í þungum þönkum við gluggann á meðan hún bíður eftir unnusta sínum, Antti, sem er ó leið heim eftir yfirheyrzlu í lögregluréttinum í Vasa. Honum hafði orðið á að beita hnífi í óflogum við skó- ara nokkurn, sem hafði gerzt of nærgöngull við unnustu hans. Þegar Kaisa kemur heim úr bæn- um, spyr hún eftir Antti, og er hún kemst að raun um, að hann hefir verið leiddur fyrir rétt, án þess að hafa nægilega til saka unnið, verður hún fjúkandi vond, og hellir úr skálum reiði sinnar yfir hinn nýskipað fógeta. Stundu síð- ar heyrist söngur Anttis, og hann kemur með Harri inn í stofuna. Maija fer út á meðan, vegna þess að hún þorir ekki að vera í návist Anttis. Hún hefir orðið fyrir trúarlegum áhrifum, og telur því ástir syndsamlegar. — Jussi kemur inn, heilsar Antti og verður dálítið forviða, að Maija skuli ekki vera viðstödd. — Hann fer ög finnur hana og dregur hana nauðuga vilj- uga inn í stofuna, og skilur hana þar eina eftir hjá Antti. Antti undrast kuldalegt viðmót henn- ar og ímyndar sér, að hún sé orðin óstfangin í einhverjum öðrum en honum. Samtal þeirra snýst nú um framtíð þeirra og væntanlegt heim- ili. Loks hrekkur Maija upp úr draumórum sínum, og reynir að telja Antti hughvarf og fá hann til þess að iðrast gjörða sinna. Antti bregzt reiður við fortölum hennar, og segist ekki hafa getað látið skóarann sleppa fyrir slíkt athæfi. í næsta atriði reikar Salttu, niðursetningur- inn á Harri, ölvaður fram á sviðið og dreng- urinn Kaappo á eftir honum. Þar hefst ölteiti eitt kostulegt. Salttu leikur á als oddi, ýmist dansar hann eða hann segir drengnum frá æv- intýrum, sem hann hefir ratað í í kaupstaðar- ferðum sínum í Vasa. Brátt gerast þeir hálföl- óðir og reyna að kveða hvor annan undir með óskaplegum óhljóðum. Þegar Maija kemur inn, þagna þeir skyndilega. Hún verður fokvond við 6 ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/728

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.