Útvarpstíðindi - 01.05.1953, Blaðsíða 2

Útvarpstíðindi - 01.05.1953, Blaðsíða 2
Úrslit skoðunakönnunarinnar Þátttaka í fyrstu skoðanakönnun Út- varpstíðinda varð allgóð, og jafnvel meiri en við höfðum gert okkur vonir um, þar sem slík atkvæðagreiðsla sem þessi hafði ekki farið fram s.l. tíu ár, en fyrir hérumbil tíu árum efndu Útvarps- tíðindi til atkvæðagreiðslu um vinsæl- ustu útvarpsmennina og var sú atkvæða- greiðsla mun yfirgripsmeiri en þessi. Að þessu sinni bárust 309 atkvæða- seðlar víðsvegar að af landinu. Eins og menn muna, voru til leiðbeiningar prentuð nöfn flestra þeirra er til greina komu sem útvarpsmenn ársins 1952. Þetta hafði þær afleiðingar, að atkvæði dreifðust mjög mikið, og hafa vafalaust margir notað tækifærið til að tjá kunn- ingjum sínum hylli sína. Kom þetta greinilegast fram í atkvæðagreiðslunni um vinsælasta fyrirlesarann, en í þeim flokki fengu alls 36 fyrirlesarar atkvæði. Verða hér aðeins taldir þrír efstu menn- irnir í hverjum flokki, en þeir eru þeir raunverulegu sigurvegarar í þessari annari skoðanakönnun Útvarpstíðinda. Erindajlutningur: Eins og fyrr segir, dreifðust 309 at- kvæði í þeim flokki milli 36 manna, og urðu þessir hæstir: Vilhjálmur Þ. Gíslason 33 atkv. Sigurður Magnússon 30 — Martin Larsen 27 — Söngvarar: Atkvæði dreifðust milli 18 íslenzkra söngvara, og báru þessir sigur úr býtum: Guðmundur Jónsson 93 atkv. Stefán íslandi 81 — Einar Kristjánsson 33 — Leikarar: Atkvæði skiftust milli 18 þekktra leik- ara ,en þessir urðu efstir: Brynjólfur Jóhannesson 78 atkv. Lárus Pálsson 57 — Þorst. Ö. Stephensen 57 — Ákveðnir útvarpsþœttir: í þessum flokki skiftust atkvæði milli 14 aðila, en leikar fóru svo, að flest at- kvæði hlaut: Pétur Pétursson fyrir þáttinn „Sitt af hvoru tagi 93 atkv. Sveinn Ásgeirsson fyrir þátt- inn „Hver veit?“ 65 — Benedikt Gröndal og Óska- stund hans 64 — Við þökkum ölium þeim lesendum Útvarpstíðinda, sem tóku þátt í þessari atkvæðagreiðslu, og vonum að þótt margir mætir útvarpsmenn hafi komið að hljóðnemanum á því herrans ári 1952, geti allir verið sammála um að sigur- vegararnir í þessari keppni séu allir vel að sigri sínum komnir. <S>-----------------------------------------------------------------------------------------------<s> ÚTVARPSTÍÐINDI — útvarps- og skemmtiblað. Flytur auk dagskrárkynningar allskonar efni til skemmtunar og fróðleiks. — Ritstjórar: Guðm. Sigurðsson, Sig- túni 35, sími 5676 og Jóhannes Guðfinnsson, Laugaveg 46, sími 1259. — Afgreiðsla: Sigtúni 35, sími 5676. — Áskriftarverð kr. 40,00. Lausasöluverð kr. 4,00 eintakið. — Prentað í Prentfelli h.f„ Hörpugötu 14, sími 6936. — Utanáskrift: Útvarpstíðindi, Pósthólf 121, Reykjavík. ----------------------------------------------------------------------------------------------—<í> 2 ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/728

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.