Útvarpstíðindi - 01.05.1953, Blaðsíða 10

Útvarpstíðindi - 01.05.1953, Blaðsíða 10
Séra Friðrik Frið- riksson verður 85 ára á Hvítasunnudag' og verður hans minnst í útvarpinu það kvöld og m. a. lesið upp úr verkum hans. Mynd- in er af myndastyttu er K.F.U.M. og ýmsir velunnarar sér Frið- riks hyggjast reisa honum á næstunni. Einhverju sinni fyrr á árum, er hinn góð- kunni söngvari Eggert Stefánsson var á söng- för um Norðurland, bar svo til, að hann kom á bóndabæ og var þar orgel. Fór Eggert þegar að spila og syngja fyrir heimilisfólkið, sem hlustaði hugfangið, en börnin horfðu með and- akt á söngvarann og báðu hann sí og æ að end- urtaka lögin. Þegar Eggert gerði hlé á söng sínum til að neyta góðgerða, sneri eitt barnið sér að móður sinni og sagði: „Mamma. Biddu manninn að syngja meira; okkur þykir svo gaman að sjá gulltönnina uppi í honum, meðan hann er að syngja!" ★ / Maður nokkur vaknaði við ákafa símahring- ingu kl. 3 að nóttu. Var það nágrannakona hans: „Hleypið hundinum yðar tafarlaust inn; hann er úti í garði og er óþarflega hávaðasamur fyrir fólk, sem vill sofa.“ „Sjálfsagt, frú mín góð,“ svaraði maðurinn. Um sama leyti næstu nótt hringdi sími frú- arinnar. „Fyrirgefið þér, frú; en voruð það ekki þér, sem hringduð til mín síðast liðna nótt viðvíkj- andi hundi?“ spurði karlmannsrödd. „Jú, og hvað með það?“ anzaði konan, og var ekki tiltakanlega mjúkmál. „Ja, ég vildi bara segja yður frá því, að ég hef aldrei átt hund á ævi minni.“ 10 ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/728

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.