Útvarpstíðindi - 01.05.1953, Qupperneq 14

Útvarpstíðindi - 01.05.1953, Qupperneq 14
fyrir Nótt, bolero. Textinn er eftir Jón Sigurðsson hljóðfæraleikara. 2. verðlaun hlaut Jón Jónsson frá Hvanná, fyrir foxtrottinn Selja litla, við texta eftir Guðmund Inga. 3. verðlaun í faðmi dalsins, tango eft- ir Bjarna J. Gíslason, texti eftir Guð- mund Þórðarson. Þessir hlutu viðurkenningu: Steingr. Sigfússon fyrir foxtrottinn Litla stúlk- an, Kristinn Magnússon, Grund, Eyja- firði fyrir foxtrottinn Næturkoss, Þórð- ur G. Halldórsson, Reykjavík, fyrir fox- trottinn Lindin hvíslar, Jenni Jónsson, Rvík, fyrir foxtrottinn Vökudraumur, og Svavar Benediktsson fyrir Vinnu- hjúa-samba. Enginn vafi er á ,að hin nýju verð- launalög S.K.T. eiga eftir að ná miklum vinsældum og verða sungin og leikin á góðum stundum á komandi sumri. Sjómannavals Svavars Benediktssonar, hefir þegar hlotið þá skemmtilegu við- urkenningu, að áhafnir 20 togara hafa þegar sent höfundi þakkarskeyti fyrir lagið. Útvarpstíðindi birta nú hinn ágæta texta við Sjómannavalsinn og ennfr. textann við Nótt, Árna ísleifssonar og Selju litlu Jóns frá Hvanná. SJÓMANNAVALS I.ag: Svavar Benediktsson. Ljóð: Kristján Einarsson frá Djúpalæk. Það gefur á bátinn við Grænland og gustar um sigluna kalt, en togarasjómanni tamast það er að tala sem minnst um það allt . En fugli, sem flýgur í austur er fylgt ýfir hafið með þrá, og vestfirzkur jökull, sem heilsar við Horn í hylling, með sólroðna brá, segir velkominn heim, segir velkominn heim. Þau verma hin þögulu orð. Sértu velkominn heim, yfir hafið og heim, þá er hlegið við störfin um borð. En geigþungt er brimið við Grænland og gista það kýs ekki neinn. Hvern varðar um draum þess og vonir og þrár sem vakir þar hljóður og einn. En handan við kólguna kalda býr kona, sem fagnar í nótt og raular við bláeygan sofandi son og systur hans, þaggandi hljótt: Sértu velkominn heim, sértu velkominn heim að vestan er siglt gegnum ís. Sértu velkominn heim, yfir hafið og heim. Og Hornbjarg úr djúpinu rís. SELJA LITLA Lag: Jón Jónsson frá Hvanná. Texti: Guðmundur Ingi Kristjánsson. Selja litla fæddist fyrir vestan , frjáls og hraust í túni lék hún sér, hlaut við nám og erfðir allra beztan yndisleik, sem telpum gefinn er. Svo varð hugur hennar stór og dreyminn, hjartað sló í vængjaléttri þrá til að fljúga eitthvað út í geiminn, ævintýraborgirnar að sjá. Þreyjulaus er þráin eins og bára. Þungabrim er léttur súgur fyrst. Því fór líka Selja, sextán ára , suðurleið í höfuðborgarvist. Þar var margt um lífsins leik og kæti, léttur hlátur glaðrar stúlku beið. Það var eins og þessi kviku stræti, þrungin lífi, gerðu henni seið. Næsta sumar var um margt að velja. Vesturförin yzt á haka sat. Knæpa réði Selju til að selja setuliði drykk og léttingsmat. Þar er hún með brosið bjarta og hýra, borðin þekur drykk og vistum enn fyrir hermenn ásta og ævintýra, ameríska gesti, — seljumenn. 14 ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/728

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.