Útvarpstíðindi - 01.05.1953, Blaðsíða 12

Útvarpstíðindi - 01.05.1953, Blaðsíða 12
S.K.T. Danslagakeppni Nýlega er lokið fjórðu danslagakeppni S.K.T. Bárust keppninni 105 lög að þessu sinni og er það mál manna, að lögin sem nú bárust hafi verið jafn-betri en áður, og sýnir það að dægurlagahöfundar vor- ir eru í framför. Hefur S.K.T. unnið þarft verk með því að efna til þessarar keppni og örfa þannig íslenzka tónlist- armenn til að leggja sig alla fram við samningu danslaganna og er nú óhætt vegar sú sennilegust, að ráðið telji sig hafa þeg- ar hlotið nokkra þjálfun í að munnhöggvast og þyki nú það eitt skorta á starfsemi sína, að hafa ekki svo mikið sem kvöldskólamenntun í að kjaftshöggvast, og er af þessu Ijóst, að nú hyggst Fjárhagsráð bæta ráð sitt og mun það óátalið af flestum. A. m. k. er auðsær áhugi formannsins, er treður upp með sjónauka hugsjóninni til full- tingis. Annars má telja fullvíst að ýmsir af viðskiptavinum Fjárhagsráðs væru þess ekki ófúsir, að gefa honum kíki ef þenna þryti. A hinn bóginn er þetta gleðilegt tímanna tákn, hve drengilega Fjárhagsráð tekur upp boxhanskann fyrir hnefaleikana, og væntan- lega sjá aðrar stéttir og starfshópar sóma sinn í að fara að fordæmi þess, og taki nú framvegis virkan þátt í þeim íþróttagreinum, er þeir teldu sig hafa bezt skilyrði til afreka í, —t. d. ættu úrsmiðir að vera liðtækir í fjaðurvigt og kjöt- kaupmenn hreint og beint ósigrandi í létt- þungavigt, og þá yrði nú heldur ekki lítill snúð- ur á bakarameistarafélaginu í kringlukasti, og ef Prestafélagið ynni ekki pokahlaupið með yf- irburðum, yrðu áreiðanlega flestir íslendingar öldungis grallaralausir. För Fjárhagsráðs að Hálogalandi á vafalaust eftir að hafa góð áhrif á störf þess í framtíð- inni, ekki sízt í aukinni tækni við að setja hnef- ann í borðið, og fari svo að hnefaleikar og hnefa- réttur eigi sér nokkra framtíð í óru landi, mun sú för þess bera hátt, svo sem einn saltstólpi í eyðimörk. að segja ,að hin beztu íslenzku dægur- lög standi í engu að baki þeim beztu erlendu. Af 35 lögum sem til gr.eina komu í keppninni, komust 17 í úrslit. Óhætt er að segja, að útvarpshlustendur hafi fylgst af athygli með þessari keppni, sem byrjaði í lok marz s.l. og endaði fyrsta sunnudagskvöld í maí. Freymóð- ur Jóhannsson listmálari átti hugmynd- ina að þessari danslagakeppni og hefir hann stjórnað henni af miltilli rogg- semi. Gömlu dansarnir. Úrslit þar urðu þau, að sjómannavals Svavars Benediktssonar hlaut 1. verð- laun. Textinn er eftir Kristján skáld frá Djúpalæk. Freymóður Jóhanrisson, listmálari. 12 ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/728

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.