Útvarpstíðindi - 01.05.1953, Qupperneq 4

Útvarpstíðindi - 01.05.1953, Qupperneq 4
nótnalestri. Þ. e. syngja eftir nótum. Það lætur að líkum hve sanngjarnt það er, að krefjast skilnings á æðri tón- list meðan grundvöllurinn er sá, sem raun ber vitni. Ekki er vænst bók- menntalegs skilnings af þeim, sem ó- læsir eru. Hvaða leiðir álítur þú þá greiðfær- astar til úrbóta? Að horfið verði að sama ráði í söng- legu tilliti og fyrir 40 árum að því við- bættu, að nótnalestur og hljóðfæraleik- ur aukist. Ef ég man rétt, sagðir þú í erindi þínu að þess gætti um of að unglingar væru ranglega dæmdir úr löik í söng og hljóðfæraleik vegna ótónvísi og taldir slíka dóma iðulega byggða á fordóm- um einum? Markmið uppeldislegrar viðleitni er að leysa úr læðingi öfl þau, er með manninum leynast, og leng^ býr að fyrstu gerð. Það virðist því liggja í aug- um uppi að barn eða unglingur, sem dæmdur er úr leik, í stað sjálfsagðrar leiðbeiningar er líklegt til þess, þó seinna verði, að bera kennara sínum vitni. Sá vitnisburður getur ekki orðið æðstu hugsjón uppeldislegrar viðleitni hagstæður. Fyrir tveim árum vék ég að þessu í útvarpinu. Hafa margir þá sögu að segja, að rangsleitni og skiln- ingsleysi kennaranna í þessu efni varð tilefni óvildar og kala. Mér er minnis- stæð skilgreining menntamanns, sem gæddur er miklum hæfileikum, ann tón-, list og er söngvinn í góðu meðallagi. Hverjum augum lítur þú svo á fram- tíðina í tónlistarmálum okkar? Því miður er svo komið, að til undan- tekningar getur talist, að nýtt ljóð og lag heyrist sungið af æsku landsins. Er þetta skoðun allra þeirra, sem að athuguðu máli tala af fullri hreinskilni. íslend- ingum er vandi á höndum, og verða í þessu efni að bregðast vel við. í tutt- ugu ár höfum við skorast undan skyld- unni. Kennarastéttin ber hita og þunga dagsins um uppeldi æskunnar. Gott er til þess að vita, að aðbúnaður þeirrar stéttar hefir batnað mjög á síðari árum. Metnaður kennaranna hlýtur að vera svo mikill, studdur skilningi þeirra og þekkingu ,að þeir uni ekki lengur sinnu- leysi því um tónlistaruppeldi þjóðarinn- ar, sem nú er staðreynd. Þeir hljóta, all- ir sem einn, að stuðla að því, að nú þeg- ar verði undirbúin starfræksla Tónlist- arskóla ríkisins í fullum tengslum við skólakerfi landsins. Á þann hátt einan yrði bætt úr mikilli vöntun og gerð al- varleg tilraun um bætt þjóðaruppeldi. Að endingu langar mig til að undir- strika það, sem ég aðeins drap á í nið- urlagi erindis míns. Því er ómótmælt, að sundrungin einkennir okkur íslendinga um of. Almennur söngur og hljóðfæra- sláttur reynist löngum haldbezta’ ráðið til að bræða ísinn og sameina hugina. íslendingar eiga nú þegar að stofna eitt allsherjar félag til styrktar Tónlistar- skóla ríkisins, sem er eina tryggingin fyrir hljómsveitarlífi, almennum hljóð- færaleik og sönnum lifandi söng. Úr þeim fjölmenna hópi yrði þá að nokkru kosin stjórn. Mun þetta reynast fólkinu í landinu hin mesta þjóðhollusta, að sameinast um aðkallandi velferðarmál fyrir opnum tjöldum. Eiginmaðurinn var rétt nýkominn af stað, þegar honum barst hraðskeyti frá betri helm- ingnum: „Góður guð verndi þig frá þinni elsk- andi Jónu." 4 ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/728

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.