Útvarpstíðindi - 01.05.1953, Blaðsíða 5

Útvarpstíðindi - 01.05.1953, Blaðsíða 5
F i n n s k a o p e r a n í Reykjavík Koma finnsku óperunnar nú á dögun- um var mikill og sjaldgæfur viðburður í menningarlífi okkar. Ópera þessi er talin í fremstu röð, enda eru Finnar miklir tónlistarmenn og eiga m. a. eitt mesta tónskáld, sem nú er uppi, Jean Sibelius. Leevi Madetoja, höfundur ó- perunnar Österbottriingar, sem nú er orðin nokkurskonar þjóðarópera Finna, er talinn standa Sibeliusi næstur finnskra tónskálda, og er auk þess nem- andi hans. Hafði Sibelius einhverntíma látið þau orð falla, að vafalaust yrði Madetoja eftirmaður sinn í finnskri tónlistarsköpun. Madetoja lézt hinsveg- ar árið 1947, tæplega sextugur að aldri, en Sibelius lifir enn í hárri elli, sem kunnugt er. Leevi Madetoja. Listafólkið, sem hingað kbm, hefir í engu brugðist hlutverkum sínum, því söngur þess og leikur er tvímælalaust með því bezta, sem manni gefst kostur á að heyra og sjá. Hljómsveitarstjórinn Leo Funtek, hefir verið hljómsveitar- stjóri hjá Finnsku óperunni síðan árið 1925 og nýtur mikillar hylli í heima- landi sínu, sem frábær hljómsveitar- stjóri. Útvarpshlustendum til glöggvunar á efni söngleiksins, höfum við fengið leyfi til að birta þann útdrátt þess, sem prent- aður er í leikskrá Þjóðleikhússins. 1. þáttur. Þegar tjaldið er dregið frá, sjáum við í stofu í húsi Harris, sem er smáleiguliði og fangavörð- ÚTVARPSTÍÐINDI 5

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/728

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.