Útvarpstíðindi - 01.05.1953, Síða 16

Útvarpstíðindi - 01.05.1953, Síða 16
Hér eru nokkur atriði, sem að mínum leik- mannsdómi mættu að nokkru fara betur hjá út- varpinu. J. Tilkynningar dagskrár þyrftu að vera nokk- uð nákvæmari, en þær nú eru. Tímasetning- ar þyrftu að vera eins mikiar og mögulegt væri að hafa þær. Það veldur æði mikilli tímasóun, að þurfa að bíða mjög lengi eftir vissu atriði t. d. kvöldvöku, atriði sem ef til vill er merkt d. í dagskrár tilkynningu. Nú er það svo með mig persónulega, að ég hef mjög mikla ánægju af sinfonisku tónleikun- um á fimmtudögum, en ég er það tímabund- inn að ég get illa hlustað ætíð á bæði verkin. nú tek ég yfirl. sinfoniu fram yfir konsert en alla jafna hef ég ekki hugmynd um hversu langan tíma flutningur fyrra verks- ins tekur. Auk þess er ég á móti því að hafa opið fyrir útvarpið nema því aðeins að menn hlusti, svo þarna fer oft timi til spillis. 2. Gera þyrfti grein fyrir efni hvers útvarps- þáttar, t. d. þáttarins úr óperu og tónleikasal. það gerir mönnum hægara um vik, menn geta þá hlustað á það sem þeir vilja heyra og láta þá hitt eiga sig. Þættir eins og frá út- löndum fara inn á ýms svið. í tilkynningu um dagskrá fyrir fréttir þyrfti að greina frá inn á hvaða svið fyrirlesarinn færi hverju sinni. Svo þyrfti einnig að vera um flest önnur atriði dagskrárinnar, svo fólk geti ekki sagt: „Ég hefi lítinn áhuga á því sem þessi hefir fram að færa en vissi ekki að hann mundi tala um þetta, eða koma með þennan gest“. 3. Að mínum dómi er það alrangt að fá einum manni í hendur þátt eins og Ólafi Gunnars- syni er fenginn þátturinn merkir samtíðar- menn í hendur. Þarna gæti einhver starfs- maður útvarpsins annast val á merkum sam- tíðarmönnum og beðið svo hina og þessa menn að flytja þátt um mennina. T. d. gæti Guðmundur Arnlaugsson talað um Einstein, Ólafur Gunnarsson um sálfræðinginn De- wey, Jón Þórarinsson um Hindemidt, Gunn- ar Norland um W. S. Maugham o. s. frv. Þetta gefur þættinum miklu meiri tilbreytileik, heldur en ef Ólafur Gunnarsson er látinn tala um Alfvén, Oscar Torp, Lie, Hammar- skjöld, Karin Blixen o. f 1., sem hann hefir ekki minnstu sérþekkingu á og er það vafa- samt að útvarpið sé notað til fræðslu á þennan hátt. 4. Útvarpið þyrfti að útvega sér fréttaritara miklu víðar en það hefir nú. Vel ritfærir, fróðir og menntaðir íslendingar eru víða um heim og þyrfti útvarpið að setja sig í sam- band við þá og fá þá til að senda reglulega heim bréf. Þótt fréttaritarar BBC séu ná- kvæmir í fréttaflutningi, þá gæti verið skemmtilegt að fá einstaka sinnum fréttir frá Iran frá ungum, íslenzkum verkfræðingi, eða væru bréf frá íslenzka iækninum í Japan ekki verð athygli, það þyrfti ekki einu sinni svo langt að fara. Gæti hinn ungi læknir Andrés Ásmundsson í Svíþjóð ekki sagt mönnum ýmislegt merkilegt úr heimi lækna- vísindanna í því landi. Frábærir íslenzkir námsmenn eru um öll Norðurlönd, Þýzka- land, Holland, Frakkland, Bretland, írland, Spán, Ítalíu, Austurríki og allt til Indlands. 5. Ríkisútvarpið ætti að krefjast þess af dag- blöðunum að þau birti dagskrána daglega svo nákvæmlega sem Útvarpið birtir hana. Það er ákaflega ófullnægjandi, að lesa í blöðunum um dagskrána að efni útvarpsins sé sinfoniskir tónleikar eða kvöldvaka, án þess að þar sé nánar greint frá. 6. Ríkisútvarpið þyrfti að fá miklu meira af yfirlitsþáttum um heimsfréttirnar frá Norð- urlandaútvarpsstöðvum. Aldrei hefir komið þáttur um ástandið í Kenya, Suður-Afríku, innanlandsástandið í Iran, ísrael, Egypta- landi, Grykklandi, Júgóslavíu. Þótt við hlust- uðum á útvarpið í áratug, erum við alveg jafnnær um hvað gerist í Grænlandi, eða Færeyjum. Ekki hefir einu sinni verið sagt neitt frá hvað er að gerast í Keflavík. Aldrei hefir verið haft viðtal við verkamann eða skrifstofumann þar. GuSm. Sigurðsson.1) ’) Þar sem annar ritstjóri blaðsins er alnafni greinarhöf., skal það tekið fram, að greinin er aðsend. 16 ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/728

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.