Útvarpstíðindi - 01.05.1953, Blaðsíða 18

Útvarpstíðindi - 01.05.1953, Blaðsíða 18
Hermann Hildebrandt, hinn þekkti hljóm- sveitarstjóri í Berlín, kom hingað árið 1950 og stjórnaði þá sinfóníuhljómsveitinni á tvennum tónleikum. Hann er væntanlegur hingað um mánaðamót og mun sinfóníuhljómsveitin þá halda hljómleika undir stjórn hans, og verður þeim væntanlega útvarpað. RIDDARALEIKUR Framh. af bls. 17. „Gerðu mig ekki alveg tryllta, Jóhannes. — Auðvitað peningana fyrir eitrinu!" „Æi-já! Láttu mig um eitrið. — Og hvílíkt eitur sem ég skal gefa kattarskrattanum. Ann- an eins skamt skal hann ekki smakka nema einu sinni á sinni kattarævi. Sagði ég einn skammt?" Þrem, fjórum, fimm skal ég salla á kvikindið. — Það væri nú ekki annað eftir en að hann Sámur fengi ekki að hafa sitt fastabæli, þegar jafnvel skólastrákur hefir sitt fastaborð. Bíddu róleg — nú tek ég til minna ráða!“ Tveim dögum síðay var Antonía, gulbrönd- ótta læðan dyravarðarfrúarinnar dauð, stein- dauð, og eigandinn var að ympra á rannsókn vegna dauðsfallsins á læknisfræðilegum grund- velli ... — Utelinda fékk ljósmynd af líkinu, í viðurkenningarskyni fyrir einlægasta sorgar- svipinn. Ungur leik- ritahöfundur Agnar Þórðarson Laugardaginn 9. maí flutti útvarpið nýtt leikrit eftir Agnar Þórðarson er nefnist Förin til Brazilíu, og var það bæði nýstárlegt og skemmtilegt. Agnar er ungur rithöfundur, sem hefur gefið góð fyrirheit, en skáldsaga hans, „Han- inn galar tvisvar“, er kom út árið 1949, fékk ágæta dóma og þótti almennt bera vott um mikla vandvirkni þessa höf- undar og gott vald á formi skáldsögunn- ar. Á komandi hausti er von á nýrri skáldsögu eftir Agnar og nefnist hún „Ef sverð þitt er stutt ..Þá hefir hann og samið leikrit: „Þeir koma í haust“, er Þjóðleikhúsið mun þegar hafa samið um flutningsrétt á. nún rauk niður í áfengisverzlun og keypti þriggja stjörnu koníak í viðurkenningar- og þakklætisskyni við bónda sinn, dró fram sinn dýrmætasta borðdúk, og skreytti borðið blóm- um. Því næst fór hún fram í búr að sækja síð- asta vitnið um bökunarlist sína. En henni til mikillar furðu var kökukassinn tómur. „Jóhannes. Hvar er tertan?" „Hvaða terta, Utelinda?" „Tertan sem ég bakaði í fyrri viku.“ „Ég þurfti að nota hana svolítið." „Nota hana! Til hvers?“ „Til þess aú eitra með henni fyrir kattarkvik- indið, ástin mín ...“ Vinsumlega lilkynnið ufgr. búsluðuskifti svo og vunskil ú blaðinu. 18 ÚT V ARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/728

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.