Kristilegt stúdentablað - 01.12.1959, Blaðsíða 5

Kristilegt stúdentablað - 01.12.1959, Blaðsíða 5
brögðum, og ekki að lýsa svo að nokkru nemi þeirri trúhneigð, sem einkennir alla menn, þeim Irúarlega áhuga, sem er mjög algengur meðal vor, kristinna manna, og eigingjarnar hvatir og leit að hamingju einkenna, en ég verð þó i stuttu máli að segja þetta: Sérhver maður hefir sín trúar- brögð. En kristna trúin er frábrugðin allri annarri trúrækni að því leyti, að hún er trú á Jesúm Krist. 2. En, kæru vinir, það er ekki fullnægjandi, að vér trúum á Jesúm Krist. Trúin verður að vera rétt trú á Jesúm Krist. Við þessu er þegar liægt að gera eftirfarandi at- hugasemd: Hvernig er liægt að gera greinarmun á réttri og rangri trú? Er ekki nægilegt, að ein- liver segist trúa á Jesúm Krist? Hvar er mæli- kvarðinn, sem hægt er að leggja á trúna? Biblían sjálf gerir greinarmun á réttri trú og rangri. „Af ávöxtum þeirra skuluð þér því þekkja þá“. „Ekki mun hver sá, er við mig segir: Herra, herra, ganga inn í himnaríki, heldur sá, er gjörir vilja föður míns, sem er í himnunum“, segir Jesús (Matt. 7, 20. 21.). Og í Jóhannesarguðspjalli er talað um menn, sem trúðu á Jesúm, en skorti samt rétta trú, þar sem Jesús gjörði þá ekki að trún- aðarmönnum sinum (Jóh. 2, 24.). Kristnir menn fyrri daga töluðu um „hina frelsandi trú“, og „hinir vöktu“ tala ennþá um „trú lieilans“ og „hina lifandi trú“. Hvar eru þá mörkin milli hinnar réttu og röngu trúar hjá þeim, sem játa nafn Krists? Það er þegar augljóst, að mælikvarðinn hlýtur að vera hjá þeim, sem trúin beinist að, Jesú Kristi. Það getur ekki verið rétt að meta trúna með því að leggja á hana mælikvarða frá sviði, sem er óskylt því, sem trúað er á. Það væri likt og að dæma listaverk eftir þeim fjárliagslega ágóða, sem það liefði í för með sér, eða iðnaðarbyggingu eftir fagurfræðilegum sjónarmiðum. Því fer fjarri, að þess hafi ávallt verið minnzt, þegar um trúna hefir verið að ræða. — Trúin hefir allt of oft verið metin á mælikvarða skynseminn- ar. Trúnni á Jesúm Krist hefur verið hreytt á þann veg, að hún yx-ði í samræmi við þá þekk- ingu, sem fengin er á þeirri öld, og því yfirleitt við hugsanir manna. Þetta er villa skynsemistrúar- innar og allrar frjálslyndrar guðfræði. Menn liafa viljað heita sér fyrir „visindalegri“ túlkun á krist- indóminum, en í raun og veru hafa menn einmitt verið óvísindalegir, þegar þeir liafa lagt á eitt lífs- svið, nefnilega trúarlífið, mælikvarða, sem alls ekki á við það. Menn á vorum tímum trúa ekki lengur á mögu- Dr. theol. Martti Simojoki hefir fyrir skömmu verið skipaður biskup í Helsingfors eftir að hafa verið um nokkurra ára skeið biskup í St. Michel. Áður var hann forstöðumaður leikmannaskóla finnsku kirkjunnar og þar áður kennimannlegu deildar háskólans í Helsingfors. Hann var einn af ræðumönnum norræna stúdentamótsins hér á landi 1950. leika skynseminnar, eins og menn gjörðu fyrir einum mannsaldri. Sú hlið lífsins, sem er gagn- stæð skynseminni, er orðin áberandi á sjónar- sviðinu á þessum timum fýsnanna og eðlishvat- anna. En þá hafa menn tekið að leggja á kristin- dóminn þann mælikvarða, sem miðar allt við þörfina og er einkennandi fyrir tíðarandann. 1 Jesú Kristi hafa menn leitað þess, sem gæti bætt úr lífsþörf mannanna og þjóðanna. „Þýzk-kristna“ hreyfingin, sem vér þekkjum frá Þýzkalandi, er glöggt dæmi. En sama fyrirbæri er talsvert al- gengt í annarri mynd, sem virðist vera mjög liættulaus — og er einmitt liættulegt þess vegna. Ég á við þá viðleitni að gera kristna trú að sjálf- ræði, er mjög hefur seilzt til valda yfir hoðun orðsins og sálgæzlu á vorum dögum. Vér erum farnir að telja vera aðalatriðið í liinu andlega starfi að gjöra manninn hamingjusaman. Vér segjum eitthvað á þessa leið: Komdu til Jesú, þá verður þú hamingjusamur maður, og þú munt lifa auðugu lífi. Vér lofum hinu sama og titill- inn á amerískri nútímaskáldsögu: „Alll þetta og himininn líka.“ Hin kristna sálgæzla er þá orðin eins konar sálarlækning. Hún vekur vafalaust endurhljóma lijá hinum þjáðu mönnum nútím- ans, en svo er það annað mál, hvort sálgæzla vor nær þá tilgangi sinum. Ég hef þegar sagt, að það verður að leggja þann mælikvarða á trúna, sem Jesús Kristur, er trúin heinist að, liefur gefið. Hann á enn í dag að fá að ákvarða, livað er rétt og livað er röng trú. Með öðrum orðum, oss her að rannsaka, hvað Jesús sjálfur hefur átt við, þegar liann talaði um kristilegt stúdentablað 5

x

Kristilegt stúdentablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristilegt stúdentablað
https://timarit.is/publication/734

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.