Kristilegt stúdentablað - 01.12.1959, Blaðsíða 13

Kristilegt stúdentablað - 01.12.1959, Blaðsíða 13
komin á í frumkristni, sem lýst er i Hirðisbréf- um fyrr en á 2. öld. Sterk rök liafa verið færð fram í gagnstæða átt. Ég lief ávallt talið, að Hirðisbréfin væru að kjarna sínum frá Páli runn- in, og er fullviss þess nú, að þeir guðfræðingar hafi rétt fyrir sér, er telja Hirðisbréfin skrifuð að hoði Páls, er liann sat í fangelsi öðru sinni. Og nú virðist mér einhlitt, þegar öll kurl eru kom- in til grafar, að með hliðsjón af Qumran-hand- ritum nái það engri átt að efa, að fullkomin skip- an hafi verið komin á mál hinna kristnu safn- aða þegar á ofanverðum ævitíma Páls postula. Ilin elzta kirkjutilskipan kristninnar, frá siðari helmingi 1. aldar e. Kr., er geymd í 2. og 3. kapí- tula 1. Tímóteusarbréfs. I þessum kafla talar postulinn um kirkjuna sem Guðs heimili. Hann á þar við söfnuðinn sem fé- lagsheild þeirra, sem eiga sér liinn sama föður. Hann talar um karla og konur, feður, mæður, hörn, og hvernig hver skyldi hegða sér á heim- ilinu, í söfnuðinum. En hvert er hlutverk safn- aðarins, kirkjunnar? Það er að gegna hlutverki meðalgangarans milli Guðs og manna. Fyrirbæn- in og þakkargjörðin fyrir öllum mönnum er hoð- in í upphafi þessa máls. Að sínu leyti eins og Kristur leið fyrir alla menn, á söfnuðurinn að stunda starf fyrirbænarinnar fyrir öllum mönn- um, því að Guð „vill að allir menn verði hólpnir og komist til þekkingar á sannleikanum.“ Kirkj- an er þá ekki ríkisstofnun innan um aðrar ííkis- stofnanir. Hún er tilhiðjandi og lofsyngjandi söfn- uður. Og ekki er öll sagan sögð, ef kirkjan er talin félagslieild manna eingöngu. Kirkjuliugtak- ið er óskiljanlegt án Kristshugtaksins. Postulinn líkir kirkjunni beinlínis við „meðalgangarann milli Guðs og manna, manninn Ivrist Jesúm, sem gaf sjálfan sig til lausnargjalds fyrir alla.“ Vér kynnumst því einnig í þessari elztu „kirkju- tilskipun", hvernig söfnuðurinn skipar málum sín- um, velur sér tilsjónarmenn, þ. e. hiskupa, og djákna, þ. e. menn, sem stunda skvldu þjónustuna og kennsluna öðrum fremur. Þeir skyldu reyndir menn í trúnni, færir um að sjá farborða trú- kennslu og kærleiksstarfi safnaðarins. Kirkjuhugtakið hjá Páli almennt 1 öðrum ritum Páls postula sjáum vér glöggt hverjum skilning liann liefur skilið söfnuðinn, kirkjuna. Kirkjan er öðrum þræði andlegur veru- leiki, vettvangur Guðs anda. En hún er einnig félagsheild manna. Hugsun Páls í hinum eldri Eitt helsta verkefni kristniboðanna er skólastarfið og' lijá f jölda þjóðflokka liafa þeir samið ritmálið. Kristniboðsfélögin gefa út stafrófskver, lestrarbækur og: liandliæg blöð fyrir börn og' unglinga. Auk þess er eitt helsta hlutverk þeirra, útbreiðsla Bibiíunnar og þá mjög oft í sambandi við Brezka og erlenda Biblíu- lélagið. Á mynd þessari er telpa að lesa í unglingablaði, sem kristniboösfélagið gefur út í SA-Asíu. hréfum snýst einkum um fyrra atriðið, og hefur kunnur N5rja testamentisfræðingur sagt, að kirkj- an sé sá raunveruleiki, sem hugsun Páls hefur að viðmiðun, snýst um og grundvallast á. Páll er því í vissum skilningi há-kirkjulegur. Eins og Kristur sætti heiminn við Guð, þannig á kirkj- an að framkvæma „þjónustu sáttargerðarinnar“, segir Páll. Ivirkjan er samfélag þeirra manna, sem lcallaðir eru „til þess að .. . breyta eins og samhoðið er Guði.“ Þátttaka í kirkjunni er ekki ábyrgðarlaus. En henni er líka samfara fyrirheit- ið: „Guð ... kallar yður til ríkis síns og dýrðar.“ FRAMH. Á BLS. 24 KRI5TILEGT STÚDENTAB LAÐ 13

x

Kristilegt stúdentablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristilegt stúdentablað
https://timarit.is/publication/734

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.