Kristilegt stúdentablað - 01.12.1959, Blaðsíða 9

Kristilegt stúdentablað - 01.12.1959, Blaðsíða 9
Biskupskjör Nýr guðfræðiprófessor Doktorsvörn í guðfræði Sigurbjörn Einarsson biskup Biskupslcjör og vígsla Sigurbjarnar Einarsson- ar er atliyglisverður viðburður í sögu íslenzkrar kristni. Hann er maður nýrra viðhorfa í kirkj- unni. Störf hans við guðfræðideild Háskólans liafa verið hernaður gegn aldamótaguðfræðinni, og þó miklu fremur vegsögn um vandfarnar brautir nýrra tíma í kirkjulegri guðfræði. Það var snemma, að prestar komu auga á liann sem bisk- upsefni og því engin furða, þótt hann skipi nú þetta veglega sæti. Börn kirkjunnar biða þess með eftirvæntingu, að kirkjuskipið sigli glæst og geiglaust fyrir fullum seglum inn í öld vakn- ingar og lífs. Það er kominn sá tími, að þjóð vora þyrstir eftir lifandi Guði, en lindirnar, sem hún þekkir helzt, eru ekki uppsprettur liins lif- anda vatns. Afneitunin hefur jafnvel farið svo langt, að hún hefur jafnvel lagt hönd á hina post- ullegu trúarjátningu heilagrar kirkju. Fáni krist- Siffurbjörn Einarsson biskup ins safnaðar, drifhvítur með dreyrrauðum krossi, svífur að húni. Baðir réttast. Sæll er sá biskup, sem hlýtur það embætti, að rétta þessar raðir og hefja fagnaðarópið. Síra Jóhann Hannesson Kristilegt stúdentafélag samfagnar síra Jóhanni Hannessyni nú, er hann tekur til starfa við há- skólann sem prófessor í guðfræði. Félagið telur sér sæmd að því, að fyrsti formaður þess er skip- aður í þetta embætti. Hann nýtur almenns trausts í landi voru sakir mannkosta sinna, menntunar og starfa. Jóhann Hannesson prófessor Síra Jóhann Hannesson lauk stúdentsprófi ár- ið 1933 í Stafangri i Noregi og emhættisprófi í guðfræði í Reykjavík 1936. Auk þess hafði hann stundað nám og lokið prófi í kristniboðsfræðum. Áður en liann færi til Kína að kristniboði, sótti hann nám í læknadeild liáskóla vors (1936—1937), framhaldsnám i guðfræði í Basel (1937) og i ensku í London (1938). Kínversku nam hann í Hongkong (1939) og í Hunan (1940). Tvö tíma- bil var hann í Kina við kristniboð. Bæði skiptin hafði liann á hendi guðfræðikennslu. Auk þess kenndi liann guðfræði við Iláskóla Islands (1947 —48), en það var á milli fyrri og siðari kristni- boðsferðar. Frá 1953—1959 var hann þjóðgarðs- vörður á Þingvöllum og prestur þar frá 1. júní 1958, unz hann tók við prófessorsembætti við Háskólann á þessu ári (1959). KRISTILEGT STUDENTABLAÐ 9

x

Kristilegt stúdentablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristilegt stúdentablað
https://timarit.is/publication/734

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.