Kristilegt stúdentablað - 01.12.1959, Blaðsíða 19

Kristilegt stúdentablað - 01.12.1959, Blaðsíða 19
frá kristilegu stúdentastarfi erlendis Norges Kristelige Stu- dent- og Gymnasiastlag hefur um margra ára skeið unnið ötullega að kristilegri félagsstarfsemi meðal nemenda framhaldsskóla og háskólaslú- denta í Noregi. Það hefur allmarga fasta starfs- menn í þjónustu sinni, og hlað þess, Credo, kem- ur út allt árið. Samtökin hafa átt hinum hæfustu forystumönnum á að skipa, og má þar nefna pró- fessor Ole Halleshy og dr. Carl Fr. Wislöff, rektor við Safnaðarháskólann i Osló, en liann var hér í lieimsókn s.l. vor, eins og getið er um annars staðar hér í hlaðinu. Kjarni stúdentadeildar samtakanna eru meðlim- ir, scm hafa verið i einhverju hinna 300 kristi- legu skólafélaga, meðan þeir voru við nám í fram- haldsskóla. Margir öðlast fyrstu kynni sín af stú- dentastarfinu í vinnuflokkum þeim, sem stúdenta- félagið gengst fyrir á sumrin. Þar er leilazl við að skapa kristið samfélag og kynna hoðskap Ifibli- unnar um synd og náð og trú á Krist Jesúm. Vinnuflokkar þessir hafa náð miklum vinsældum meðal ungs fólks. Á síðastliðnu sumri var m. a. reistur skáli við kapellu þá, sem þessi lireyfing bvggði í Nrodmarka í nánd við Osló fyrir um það hil 25 árum. Náttúruskoðarar og göngugarp- ar sækja þar guðsþjónustur á sunnudögum, og gerir félagið sér vonir um að geta efll starfsemi sína þarna í „óhyggðinni“, þegar hinn nýi skáli verður fullgerður. Félagið leggur áherzlu á að mennta og æfa þá, sem forystu hafa með höndum í starfinu, og lief- ur í því skyni gengizt fvrir námskeiðum. Á liðnu sumrj var slíkt námskeið haldið skammt frá Osló, og sóttu það margir stúdentar, jafnvel frá Þýzka- landi og Englandi. Nroska kristilega stúdenlahreyfingin er viðkunn fyrir hin fjölmennu sumarmót sín. Eitt slíkt mót var haldið í ágúst s.l. í æskulýðsskólanum í Viken við Mjösa, stærsta vatn Noregs. Komu á mót þetta stúdentar úr flestum álfum heirns, þótt það væri fyrst og fremst lialdið fyrir Norðmenn. Mjög var undirstrikuð á móti þessu þörfin á eflingu kristniboðsins meðal heiðingja og vöntun á há- skólaborgunum til þeirra starfa. Félagið hefur alla tíð stutt kristnihoðið með ráðum og dáð. Studentenmission in Deutschland, SDM, hóf starfsemi sína eftir lok heimsstyrjaldarinnar síðari. Markmið hreyfing- arinnar er ákveðið, að ávinna stúdenta til trúar á Jesúm Krist. Hefur félaginu orðið nokkuð á- gengt í því starfi, og eru nú um 25 félagsdeildir og liópar starfandi við háskóla og kennaraskóla víðsvegar í Vestur-Þýzkalandi, með 5—50 með- limum í hverjum hópi. Oflugl sumarhúðastarf er rekið meðal nemenda framhaldsskóla, og lief- ur það horið mikinn ávöxt. Hreyfingin hefur 7 fasta starfsmenn i þjónustu sinni og vinnur að þvi að fá fleiri. Kristilegt félag hjúkrunarkvenna starfar í sambandi við SDM, og liefur eflst mjög þann stutta tima, sem liðinn er frá stofnun þess. SI)M gefur út hlað, Antenne. 1 júliblaði þessa árs segir m. a.: „Undirstaða livers stúdentafélags eru hinar daglegu bænastundir og hinir vikulegu hihlíulestrar. Takmark félaganna er þó ekki, að þau verði „kristilegir klúhbar“, er séu sjálfum sér nógir, heldur tæki, sem Guð notar til þess að ná til þeirra, sem þekkja liann ekki. Haldnar eru vakningasamkomur, og stúdentar leitast við að I)era Kristi vitni meðal félaga sinna. Reynt er að efla skilning trúaðra stúdenta á ]>ví, hvað i því felst að tilheyra Guði og vera vottur Iians í háskólanum.“ „Meliedi Ksara, kristinn maður frá Marokkó, lalaði á fundi hjá okkur um efnið: Múliameð — Kristur. Um 50 erlendir stúdentar þáðu hoð okk- ar um að koma á fundinu, þar á meðal 15 Mú- IMOREGUR ÞYZKALAIMD 10 KRISTILEGT BTÚDENTABLAÐ

x

Kristilegt stúdentablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristilegt stúdentablað
https://timarit.is/publication/734

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.