Kristilegt stúdentablað - 01.12.1959, Blaðsíða 25

Kristilegt stúdentablað - 01.12.1959, Blaðsíða 25
störf, trúkennslu o. s. frv. Stækki söfnuðir nijög, langt yfir 1 þúsund, t. d., er þeim tafarlaust skipt. Kjósa menn ekki, að söfnuður sé stór. Þá þykja fara út um þúfur hin nánu persónulegu kynni, sem safnaðarlífið byggist á. Allir meðlimir eins safnaðar eru sem sé kunningjar, samstarfsmenn, trúbræður. Þeir taka velflestir virkjan þátt af áhuga í safnaðarlífinu, félagslífi safnaðarins og trúarlífi. Og allir leggja verulegan skerf til starfs- ins af peningum. Það er frekar algengt, að menn leggi söfnuðinum til 10 hundraðshluta af hrúttó- tekjum sínum. Vegna þessarar virku þátttöku og miklu fórn- fýsi er kirkjulífið öflugt vestan liafs og mjög skemmtilegt. Þar er létt að vinna. Allar hendur eru á lofti til lijálpar. Þar er ekki deyfðin og drunginn, ráðaleysið og athafnaleysið. En það kemur ekki af sjálfu sér, að starfið gengur þann- ig. Það byggist allt á þvi, að hver meðlimur safn- aðarins, að heita má, er virkur meðlimur. Margar liendur vinna létl verk. Evrópskum guðfræðingum, sem til Bandaríkj- anna koma, þykir oft kirkjulíf Bandaríkjamanna mótast fremur af félagsstarfsemi, klúbbstarfsemi, en andlegu lífi. Það er satt, að félagsþátturinn er ríkur. En gestsaugað greinir oft ekki þá alvöru sem er að baki hins skemmtilega félagsstarfs. Sannast þvi ekki hið fornkveðna, að glöggt er gests augað. Evrópskir guðfræðingar og kirkju- menn hera saman kirkju hinna stóru landa Ev- rópu, sem er víða dauð félagslega en fóstrar and- legt líf í þröngum hópi, og kirkju Bandarikjanna, þar sem áherzlan er lögð á að ná til sem flestra. Þeim villist oft sýn vegna þess að þeir skilja ekki sérstöðu þjóðliáttanna, landshyggjendanna. En í hinu missýnist þeim ekki: kirkjufyrirkomulag Bandaríkjanna er oss holl áminning, en einhlit fyrirmynd verður það eigi. Ef ætti að tiltaka það mál, sem lielzt væri at- hyglisvert og til fyrirmyndar í kirkjulífi Banda- ríkjanna, vildi ég henda á eitt atriði. Þetta at- riði er algert grundvallaratriði. Á þvi byggist í raun og veru það lán, sem fylgir kirkjulifi þar í landi. Sá, sem liefur ekki komið auga á þetta, hefur i raun og veru ekki skilið kirlcjulíf Banda- ríkjanna. Það er þetta: Prestur og söfnuður eru Engum, sem sér inyndir þær, sem lielzt minna á suðræna paradís, mun detta í hug livílík neyð ríkir oft meðal l»eirra, sem þessa suðrænu paradís byggja. KRISTILEGT STÚ DENTAB LAÐ 25

x

Kristilegt stúdentablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristilegt stúdentablað
https://timarit.is/publication/734

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.