Kristilegt stúdentablað - 01.12.1959, Blaðsíða 6

Kristilegt stúdentablað - 01.12.1959, Blaðsíða 6
trúna á sig. Þá getum vér fundið hinn eina gilda mælikvarða, sem liægt er að meta trúna eftir. 3. Ef vér viljum fá að vita, hvað Jesús átti við með trú, verðum vér að beygja oss undir það, sem Biblían segir um það mál. Eina rétta aðferðin við að öðlast skilning á kristnu trúnni er að rannsaka, livað Biblian segir um trúna á Jesúm Krist. Biblían á að fá að leiðrétta vorar hugsanir í stað þess að vér leiðréttum hugsanir Biblíunnar. En oss verður enn að vera kunnugt um villi- götur, sem inða vor, er vér förum að kanna þetta mál betúr. Þegar vér segjum, að vér eigum að iæygja oss undir það, sem Bil)lian segir um trúna á Jesúm, er eklci fólgið í því það, að kristna trúin sé sama og biblíulegt liugsanakerfi, sem maðurinn tileinkar sér og telur sannleika. Trúin á Jesúm Krist er ekki fyrst og fremst trú á mál- efni, heldur trú á persónu, á hinn lifandi Drott- in, Jesúm Krist. Þetta er hið mikilvægasta, sem verður að segjast um þetta mál: Trúin á Jesúm Krist er trúin á lifandi Drottin; lífssamfélag við hann. Nýja testamentið ber fram samhljóða vitnisburð um þetta. Páll ritar: „Ég veit, á hverjum ég hef fest traust mitt“ (II. Tím. 1, 12)., elcki „á hverja“ ég hef fest traust mitt! I þessu er ekki fólgið það, að innihald trúarinnar sé eitthvað óákveðið og, að ekki sé liægt að gera skynsamlega grein fyrir því. Þannig er því alls ekki farið. Opinber- un Biblíunnar hefur að geyma greinilegt efni, sem hcfur sín sérkenni. Ilinn lifandi Drottinn, Jesús Kristur, er vér trúum á, er sami frelsari, sem einu sinni „fæddist af Mariu mey“ á ákveðn- um tíma, prédikaði og vann kraftaverk inn á milli hæða Galíleu, kenndi í musterinu í Jerú- salem, var krossfestur á dögum Pontíusar Píla- tusar og reis upp frá dauðum á páskadagsmorg- un. Boðskapur fagnaðarerindisins um Guðs ríki og friðþægingarverkið á Golgata er efni, sem lief- ur sín öruggu einkenni. En þó verður að segja það, að trúin á Jesúm Krist er ekki fólgin í því að álíta þctta og annað efni Biblíunnar vera satt, lieldur er hún samfélag við hinn upprisna, lifandi Drottin. Ég vil enn einu sinni leggja áherzlu á það, að trúin á liinn lifandi Droltin gjörir á engan hátt lítið úr því lijálpræðisverki, sem Kristur liefur unnið í eitt skipti fyrir öll. „Guð liefur í Kristi sætt heiminn við sig“ (II. Kor. 5, 19.). Ef vér hróflum hið allra minnsta við staðreynd kross- ins á Golgata sem sögulegum lijálpræðisviðburði, sem gerzt hefur i eitt skipti fyrir öll, byggist liljálpræði vort ekki lengur á verki Guðs, sem er óhagganlegt og óháð oss, heldur einhverju, sem gerist innra með oss á þessu augabragði, eins og einhver leyndardómsfull reynsla. En i trúnni flyzt þessi viðburður á Golgata til, svo að hann verður samtímis oss, alveg eins og liann liefði gerzt einmitt nú, og vér reynum sannleika þess, sem Lúther minntist á, er hann sagði: „Einmitt í trúnni er Kristur nálægur.“ I hinni sönnu trú er bæði liðiú tíð og nútíð. Þessi nútíð er friður Guðs og lifandi tilfinning nærveru Krists, sem Páll ritar um í Róm. 8, 16: „Sjálfur andinn vitnar með vorum anda, að vér erum Guðs börn.“ En trúin er ekki trú aðeins þá, er vér reynum frið Guðs og gleðina i Kristi, heldur er Kristur einnig nálægur oss í sálar- stríði, freistingum og andlegri fátækt, þegar geng- ið er með Lars Stenbáck fram „fyrir Jesú augu“, með alla eymd sína og horft inn „i ástaraugu“, jafnvel þótt sökkvi. Trúin er ýmist hvíld í Guði eða sálarstríð og barátta í myrkri, en hinn upp- hafni Kristur er jafnnálægur, þegar hann veitir friðihn, og þegar hann leiðir oss inn í myrkur og reynslu. Þetta var Lúther lifandi veruleiki, og þannig gal liann mitt i liita striðsins lirópað til sálar sinnar: „Hver er sá, sem biður svo inni- lega fyrii’ þér?“ Þegar vér segjum, að lcristna trúin sé samfélag við hinn lifandi Drottin, Jesúm Krist, er fólgið í því, að líf vort tilheyrir honum algjörlega. Ef þú ímyndar þér, að þú sért trúaður maður, en ert ekki jafnframt undir stjórn Krists, undir um- ráðum hans, lifir þú ekki í sannri trú. Ég hef lesið um átj án ára gamlan hermann, sem var að lesa Biblíuna í virkjum fremstu víglínu í síðasta stríði. Þar var þá roskinn liermaður, sem liæddist að honum: „Þú ætlar víst að verða prest- ur!“ sagði hann, kippti bókinni úr liöndum lians og fleygði henni í eldinn. Tveim dögum síðar lenti herdeildin í bardaga. I þeim eldstormi helvítis leit- aði ungi maðurinn hælis í sprengjugig. Þar fann hann einn félaga sinn mjög mikið særðan. Þar lá maðurinn, sem hafði brennt Biblíuna, í blóði sínu og var að dauða komin. Ungi maðurinn hafði yfir fyrir hann eftir minni 23. sálminn, „Drottinn er minn hirðir“, og sagði frá iðrandi ræningjanum á krossinum. Það varð löng þögn — og síðan sagði hinn deyjandi maður: „Segðu félögum mínum, FRAMH. Á BLB. 22 6 KRISTILEGT STÚDENTABLAÐ

x

Kristilegt stúdentablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristilegt stúdentablað
https://timarit.is/publication/734

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.