Kristilegt stúdentablað - 01.12.1959, Blaðsíða 29

Kristilegt stúdentablað - 01.12.1959, Blaðsíða 29
Frá starfi K.S.F. Kristilegt stúdentafélag hefur ákveðið markmið. Það vill ávinna stúdenta til einlægrar trúar á Jes- úm Krist, frelsara allra manna. Það vill einnig efla og styrkja trúaða stúdenta til virkrar þátt- töku í kristilegu slarfi og veita þeim kristið sam- félag. Kristilegt stúdentafélag er ekki sértrúar- flokkur. Það byggir á lútherskum grundvelli og starfar innan íslenzku þjóðkirkjunnar. Það vill vera hjálparsveit kirkjunnar, er snýr sér að stú- dentunum og menntaæskunni og hoðar þeim fagn. aðarerindið. — Félagið vinnur að takmarki sínu einkum með fundaliöldum og með útgáfu Kristi- legs stúdentablaðs, sem kemur út 1. des. ár livert. Á fyrra skólamisseri þessa árs voru allmargir fundir haldnir á vegum félagsins, ýmist í biblíu- lestrarformi eða með erindaflutningi. Skulu nefnd- armiði þjóðernisins og þjóðlegra mennta eingöngu. Kirkjan liefir verlð gróðurreitu;r margvíslegra mennta og prestar fortíðarinnar kenndu heilli þjóð að lesa. En vér skulum miklu fremur minn- ast máttarverka Guðs, sem kunngjörð hafa verið þjóð vorri um aldaraðir, og blessunar Guðs, sem veitzt liefir landi voru, hvernig sem oltið hefir um örlög sögunnar. Kristur hefir húið með oss ríku- lega. Og máttarorð hans er mitt á meðal vor. Þvi megum vér ekki gleyma. Kirkjan cr sá vettvangur, þar sem Guðs andi berst við máttarvöldin og tign- irnar, andaverur vonzkunnar í himingeimnum, — og ber sigur af hólmi. Vér erum þessi kirkja. Það er voru lifi, sem fyrirheitin eru gefin. Vér skul- um því ekki afrækja þá hluti, sem helzt mega verða oss til andlegrar blessunar og hagsældar. Kirkja vor er Guðs kirkja, ekki manna verk. „Þér munuð með fögnuði vatn ausa úr lindum hjálp- ræðisins,“ sagði spámaðurinn. Það er til þeirra lalað, sem skipa sér í flokk i kirkjunni og ekki utan hennar. Vér skulum efla lieimilisguðrækni vora. Gleymum ekki að lesa Biblíuna og að iðka bænina. Rækjum sameiginlega guðsþjónustu safn- aðar vors. Og vinnum að því markvíst, að Guðs ríki megi eflast meðal vor. Það er lífsnauðsyn. ir hér nokkrir fundir. — Hinn 16. febrúar talaði Gunnar Sigurjónsson, cand. theol., um guðspeki- hreyfinguna, uppruna hennar og eðli. Urðu all- miklar umræður eftir flutning erindisins. Síðar í sama mánuði var annar umræðufundur. Hafði Ingþór Indriðason, stud. theol., nú prestur í Kan- ada, framsögu um efnið: „Hinn trúaði maður og islenzka kirkjan.“ Annan marz talaði sr. Garð- ar Svavarsson, sóknarprestur, um húsvitjanir. Á fundi í apríl sagði Sigurbjörn Guðmundsson, verk- fræðingur, frá námskeiði fyrir leiðtoga í kristi- legu stúdentastarfi, er haldið var í Danmörku í ágúst 1958. Námskeið þetta sóttu tveir Islending- ar, Inger Jessen, kennari, og Sigurbjörn. — Fund- ir þessir voru haldnir i húsi KFUM og K við Amt- mannsstíg í Reykjavík. Þá voru tveir fundir haldn- ir á heimilum félagsmanna á þessu misseri. Dr. Cart Fr. WLslöff, rektor kennimannleg'ii deildarinnar við Safnaðarháskólann í Osló, foranaður Norges kristelige Student- og Gymnasiastiag. K.S.F. gekkst fyrir J)vi, að dr. Carl Fr. Wislöff, rektor við Safnaðarháskólann i Osló, er var hér á ferð, liéll liáskólafyrirlestur h. 17. apr. s.l. Nefnd- ist fyrirlesturinn „Kirkens enliel i Kristusbudska- pet“, og var hann fluttur i kennslustofu guðfræði- deildar Háskólans. Fjöldi manna var viðstaddur. Þá annaðist félagið dagskrárþátt í Rikisútvarp- inu, eins og undanfarin ár, að þessu sinni á páska- dag, 29. marz. Komu þar fram nokkrir félags- menn, en einnig söng blandaður kór K.F.U.M. og K. undir stjórn Árna Sigurjónssonar. Kristilegt stúdentafélag styður íslenzka kristni- boðið í Konsó i Eþíópíu, og standa vonir til, að einn af félögum vorum fari á vegum Sambands íslenzkra kristniboðsfélaga til læknisstarfa í E])í- ópíu á vori komanda. 29 KRISTILEGT STLJDENTABLAÐ

x

Kristilegt stúdentablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristilegt stúdentablað
https://timarit.is/publication/734

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.