Kristilegt stúdentablað - 01.12.1959, Blaðsíða 22

Kristilegt stúdentablað - 01.12.1959, Blaðsíða 22
ÉG TRtJI Á JESlJIVI KRI8T FRAMH. AF BLS. 6 að á síðuslu stundu ævi minnar hafi Kristur einn- ig komið til mín. Hann hefur tekið liið eyðilagða lif mitt á sig og gefið mér frið sinn“. Þegar fé- lagar liins fallna sáu andlit hans siðar, furðuðu þeir sig á þeim ijóma, sem stafaði af því. Þetta gefur oss mynd af því, livað í því er fólgið, að Jesús Kristur er lifandi Drottinn. Hann tekur manninn í þjónustu sína. En það, sem er ennþá meira: Hann hefur mátt til þess að frelsa. Synd, dauði og djöfull mega vera eins sterk og þau vilja. Kristur er endurlausnari minn og Drottinn, ég er eign hans — ekki af því að ég verðskuldaði það, heldur vegna þess að liann hefur elskað mig og gefið blóð sitt fyrir mig. Eg er eign hans, ég vil lifa sem hans eign og vænta endurkomu lians. Þetta eru mikilvægustu einkennin, sem aðgreina trúna á Jesúm Ivrist frá allri annarri trúrækni: trúin á friðþægingarverk Krists á Golgata — þ. e. á kraft friðþægingarblóðs Krists, trúin á hinn lifandi Drottin, sem á vald, — ákvörðunar- og eignarréttinn á hinu smáa einstaklingslífi voru — og í þriðja lagi trúin á, að hann komi aftur, — ef til vill mjög skjótt! III. Hvernig er þá hægt að öðlast þessa trú? Ef trúin væri fólgin í ])ví að trúa, að eilthvað sé satt, — þ. e. trú á eilthvað, — mundi maður öðlast trúna á þann hátl, að maðurinn tileinkar sér einlivern sannleika með hugsun sinni. En þann- ig er því ekki farið. Trúin er ekki að viðurkenna eittlivert hugsanakerfi. En trúin sprettur ekki heldur upp á þann hátt, að maðurinn nái ákveðnu siðferðislegu og trúar- legu marki með siðferðislegri og trúarlegri áreynslu sinni, ]). e. með sjálfsuppeldi. Ef þvi væri þannig farið, mundi það vera undir viljakrafti sjálfra vor komið og meðfæddum siðferðislegum og trúarlegum tilhneigingum, livort vér öðlumsl trú. Sanifélagið við Krist væri þá á voru valdi. Biblían flytur samt samhljóða vitnisburð um hið gagnstæða. Að komast til trúar er ekki neitt mannaverk. Trúin er aldrei neitt mannlegt afrek. Þetta hefur Lútlier orðað á sígildan liátt í skýringu sinni á þriðju grein trúarjátningarinnar: „Ég trúi, að ég geti eigi af eigin skynsemi eða krafti trúað á Jesúm Krist, minn Drottin, né til hann komizt.“ Það hefur oft verið sagl, að trúin sé ekki athöfn (aktion), heldur viðbragð (reaktion). Kristur er höfundur trúarinnar (Hehr. 12, 2). Trúin er verk Guðs i manninum, sem Guð kemur til leiðar í Iieil- ögum Anda fyrir náðarmeðulin, orðið og sakra- mentin. Þar sem trúin er samfélag við hinn lifandi Drottin, Jesúm Krist,getur trúin aðeins orðiðáþann hátt, að Kristur sjálfur tekur manninn í samfélag við sig. Það á sér stað gagnvart litlu barni þegar í heilagri skírn. Það gerist, þegar vér tökum á móti liinum lifandi Drottni sjálfum i lieilagri kvöldmáltíð í hlessuðu brauði og víni. Það gerist þegar fagnaðarerindið er hoðað og Kristur réttir oss í þvi bjargandi hönd sína, alla leið niður lil vor. Ég vil sérstaklega undirstrika orðið: þegar fagnað- arerindið er hoðað, hvort sem það er gert í kirkj- unni eða á andlegum samkomum, í herbergjum sálusorgarans undir fjögur augu eða á þann hátt, að Bihlían eða einhver önnur hók um andleg efni tekur að hoða þér fagnaðarerindið. Aðalatriðið er aðeins, að fagnaðarerindið sé boðað. Aðeins fagn- aðarerindi óskert getur leitt oss til réttrar trúar á Jesúm Krist. Vér öðlumst þá fyrst rétta kristna trú, er vér tökum persónulega á móti hoðskapn- um um það hjálpræði, sem Guð hefur húið oss í friðþægingardauða Krists. Það er liinn lifandi Drottinn sjálfur, sem er nálægur í orðinu og sakra- mentunum. Ilann gefur oss sjálfan sig í þeim og leiðir oss svo lil lifandi trúar. Þannig er Kristur ekki aðeins sá, sem trúin beinist að, heldur einnig höfundur hennar og fullkomnari. Hver er þá hlutur mannsins, þegar um það er að ræða að komast lil trúar? Ég verð að játa, að ég vil fara mjög varlega, er ég tala um hlut mannsins í því máli. Trúaður maður hefur ekkert i sjálfum sér, sem hann gæli lalið verðleika sína i þessu máli. Allt er einskær náð og hrein gjöf. Maðurinn veitir aðeins mótstöðu, þegar Guð vinn- ur verk sitt í honum. Og samt getum vér ekki lokað augunum fyrir því, að Bihlían talar einnig um hlut mannsins 22 KRISTILEGT STÚDENTABLAÐ

x

Kristilegt stúdentablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristilegt stúdentablað
https://timarit.is/publication/734

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.