Kristilegt stúdentablað - 01.12.1959, Blaðsíða 26

Kristilegt stúdentablað - 01.12.1959, Blaðsíða 26
samstarfsmenn. Það livílir ekki meiri ábyrgð á einum fremur en öðrum. Prestinum eru ekki fengin i líendur öll ábyrgð þess að sjá safnaðarlíf- inu farborða. Það er sameiginlegt mál prests og safnaðar. Þetta bj'ggist á rótgróinni félagshyggju Bandaríkjamanna, sem markar spor í öllu lífi landsins. Kirkjan ræktar þennan hugsunarhátt, vegna þess að hún telur með réttu, að hann bygg- ist á Ritningunni og kristnum skilningi á mann- inum. Nú er ekki svo að skilja, að enginn liafi neitt vald. Menn eru einmitt kjörnir til þess að fara með vald fjöldans. Presturinn og safnaðartjórnin stýra. Þessir aðilar stjórna, fara með vald. En það er í þeim anda gjört og á þeirri liugsun byggl, að allir eru samábyrgir. Að því má vinna hér á landi, að safnaðarvit- undin eflist, að liver söfnuður verði virk félags- heild, að aukist samstarf prests og safnaðar, að menn séu brýndir til þess að finna til ábyrgðar um bag safnaðar síns og til þess að fórna honum einhverju. Væri þá mikið fengið. En til þess að lyfta kirkju vorri upp á það stig að verða raun- veruleg kirkja, samfélag trúaðra, þarf ekki að kasta á bauga þeim dýrmæta arfi, sem felst í þjóðkirkjunni. Lúther 1 þessu sambandi er rétt og skylt að minna á það, hver skilningur kirkjudeildar vorrar er á kirkjuhugtakinu, svo menn villist ekki og ætli, að kirkjufyrirkomulag vort eitt sé í anda sannr- ar lútherskrar kristni. Marteinn Lúther kenndi margt um kirkjuna, sem síðan hefur þokað fyrir öðru. Það var ekki hans verk að lmeppa kirkjuna i viðjar konungsvalds og ríkisvalds, eins og síðar varð. (Að visu er ekki hægt að kvarta undan af- skiptum ríkisins um kenningu kirkjunnar á vor- um dögum. Svo var þó áður.) Hjá Lúther er kirkjan ekki eitthvert ríkis-appa- rat. Hún er samfélag. Þar er ekki einn prestur og annar leikur. Allir eru prestar. Hugtak Lúthers, „hið almenna prestadæmi“, er róttæk áminning þess, að allir kristnir menn eiga jafnan hlut að máli. En til þess að lialda uppi reglu og góðum siðum, velja menn það fyrirkomulag að kjósa einn mann sem prest, segir Lúther. Prestsvígsla nianns breytir honum þó ekki í einliverja and- lega veru, sem liafin er yfir aðra. Allir eru prest- ar og spámenn. Allir eru samverkamenn Guðs. Merkur Lútherskönnuður telur, að það sé þakk- lætiskennd Lúthers gagnvart Guði, sem mótar kirkjuhugtak hans. Með þátttöku sinni i lifi safn- aðarins, með þjónustu sinni við aðra menn, vill hann gefa það mönnum, sem hann fær ekki Guði gefið. Samt er þjónustan við mennina þjónusta við Guð (sbr. orðið: „Svo framarlega, sem þér hafið gjört þetta einum þessara minna minnstu bræðra, þá hafið þér gjört mér það.“). I kirkj- unni er engin valdsstétt, segir Lúther. Prestur- inn er af söfnuðinum kjörinn. Söfnuður og prestur eru að jöfnu samstarfsmenn Guðs. Kirkjan er tvennl i senn: mannlegt félag og vettvangur sá, þar sem Guðs andi starfar. Þessi tvö svið kirkjuhugtaksins, ef svo mætti að orði komast, eru nátengd. Annað er ekki hugsanlegt án hins. Vettvangur Guðs er ekki gufuhvolf geims- ins, heldur mannleg saga. Hins vegar er hið mann- lega félag, kirkjan, ekki reist á grundvelli manns- ins sjálfs. Það er til orðið að vilja Guðs, sem viðheldur ])ví. Kirkjuskipan er því mannaverk, segir Lúther. Hvort heldur kirkjan lýtur biskupa stjórn eða býr við annað kerfi, er hún söm kirkja Krists. Það er annað, sem úr sker um hina sönnu kirkju. Það er heyrð liennar á orðið og iðkun sakramentanna. Kirkjan, skilin andlegum skiln- ingi, er nefnilega að sínu leyli hliðstæð því, að Guð gjörðist maður í Kristi. í kirkjunni, í orðinu og sakramentunum, hefur Guð kosið að birtast mönnunum, þeim til hjálpar og frelsunar. Vér megum skilja það af þessu máli Lúthers, að kirkjan er annað og meira en mannlegt félag. En hún er þó félag jafnframt, samfélag manna um orðið og sakramentin og gagnkvæma þjón- ustu í mannlegri nej’ð. Það er ekki lítill byltingarandi fólginn í þess- um orðum, ])egar vér skoðum þau í ljósi kirkju- hugtaks 16. aldarinnar í hinni rómversk-kaþólsku kirkju. Á þessari byltingu í lnigsun Lútliers byggð- ist siðbótin að verulegu leyti. Lúther komst að þessum niðurstöðum með þrotlausum rannsókn- um sínum á Ritningunni og kristinni guðfræði, en Lúther var prófessor við háskólann í Witten- berg, eins og kunnugt er, og það voru guðfræði- rannsóknir hans, sem öðru fremur vöktu með honum þann skilning og þá túlkun trúarinnar, sem olli hinum heimssögulega viðburði, siðbót- inni. Það skiptir því ekki litlu máli, að vér könn- um þessa hluti á ferskan bátl með sérstæð vanda- mál vors tíma og vors lands i huga. Vér þurfum ekkert minna en nýja siðbót í voru landi. Um skilning Lúthers á sambandi ríkis og kirkju 2(> KRISTILEGT STLIDENTABLAÐ

x

Kristilegt stúdentablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristilegt stúdentablað
https://timarit.is/publication/734

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.