Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1929, Side 7
5
ábyggilegur aflmiðill, að þeirra væri gætt af kunn-
áttumönnum. En þessu var ekki til að dreifa. Til þess
að koma einhverju í verk í þessu efni þurfti sam-
tök. Var mönnum og kunnugt um, að fjelög störf-
uðu í nágrannalöndunum, sem unnu meðlimum sín-
um mikið gagn, og höfðu svipuð mál á dagskrá sem
hjer lágu fyrir.
Ýmsar fleiri orsakir urðu til þess að hrinda á stað
áminstum samtökum. Það meðal annars, að mönn-
um fanst þeir bera mjög skarðan hlut frá borði í
kaupgjaldi, samanborið við aðra yfirmenn skipanna.
Þá var það og auðsjeð, að hjer sem annarsstaðar,
þurfti að setja reglur um atvinnu við vjelgæslu. Var
það verk löggjafanna, en einhverjir þurftu að verða
til þess að vekja athygli þeirra í þessu máli.
Stofnendur fjelagsins komu saman þ. 20. febrúar
1909 á Smiðjustíg 6 hjer í bænum. Var fjelagið þar
stofnað, lög þess samþykt og stjórn kosin. í stjórn-
ina voru þessir vjelstjórar kosnir: Sigurjón Krist-
jánsson form., Ólafur Jónsson fjehirðir og Sigur-
bjarni Guðnason ritari, (er hann einn af stofnend-
unum nú látinn).
Eitt af því allra fyrsta, er fjelagið starfaði að út
á við var það, að samið yrði frumvarp til laga um
atvinnu við vjelgæslu á íslenskum skipum Naut fje-
lagið þar aðstoðar hr. lögm. Sveins Björnssonar (nú
sendiherra). Var hann fyrstu árin lögfræðingur fje-
lagsins og ráðunautur um margt. Ljet hann sjer
mjög ant um framgang fjelagsins og mótaðist starf-
semi þess allmikið eftir hans tillögum fyrstu árin.