Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1929, Síða 10
8
lensku vjelstjórastjettinni með það, að gæta fengins
fjár, sem svo fljótt tókst að afla. Finst mjer því
að vjelstjórunum beri nokikur skylda til þess að
sýna ræktarsemi til skólans og bera velgengni hans
og heiður fyrir brjósti.
Þá er eitt stórmálið enn, sem fjelagið hefir haft
með höndum. Þó það sje með öllu einkamál fjelags-
ins, þá er það ef til vill það vandasamasta og örð-
ugasta viðfangs þeirra mála, sem fjelagið hefir
beitt sjer fyrir. Er það styrktarstarfsemin. Allmikið
hefir áunnist í þessu mesta velferðarmáli fjelagsins,
en þó vantar mikið á að vel sje. Og víst er um það,
að fjelagsmenn verða að sýna áhuga og góð samtök
bæði í orði og verki, uns takmarkinu er náð. Tak-
markið, sem fjelagið á að stefna hjer að, er það, að
við fráfall hvers einstaks meðlims sje fjárhagur
skylduliðs hans svo trygður, að það þurfi alls ekiki
að þiggja styrk af almannafje sjer til framfæris.
Styrktarsjóður Vjelstjórafjelags Islands var stofn-
aður árið 1915 og lög samin fyrir hann. Þau lög
voru endurskoðuð og iðgjaldið hækkað að miklum
mun árið 1921, eins og kunnugt er. Hefir sjóðurinn
síðan starfað eins og lög hans mæla fyrir. Við ára-
mótin síðustu námu eignir hans um 38,000,00 kr.
Sumpart í fasteign, og sumpart í peningum, sem á-
vaxtaðir eru á venjulegan hátt.
Að þetta mikla velferðarmál fjelagsins er ekki
komið lengra áleiðis en orðið er, stafar nokkuð af
því, að skiftar hafa verið skoðanir manna um það,
hver leið skyldi farin. Nokkrir hafa viljað fljót-