Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1929, Síða 11
9
virka starfsemi. Að tillög til sjóðsins væru allhá og
kæmi þá meira til úthlutunar við dauðsföll og eftir
fastákveðnum reglum. Aði'ir hafa viljað hægfara
starfsemi, að sjóðurinn væri aukinn og efldur smám
saman, að styrkveitingar eða útgjöld úr sjóðnum
væru ekki fastákveðnar fyrst um sinn, en að styrkt-
arnefndir og stjórn fjelagsins hefðu tillögu og á-
kvörðunarrjett þar um. Þessi stefna varð í meiri
hluta í fjelaginu.
Þá hafa fjelagsmenn gengist fyrir enn þá víðtæk-
ari styrktarstarfsemi með stofnun nýrra sjóða, þeg-
ar styrktarsjóðurinn gat ekki fullnægt þörfinni.
Virðist því, að hin fljótvirkari stefnan, sem minst
var á, hafi átt allmikinn tilverurjett, þar sem hjálp-
fýsin virðist svo ofarlega í hugum manna, eins og
oft hefir sýnt sig innan Vjelstjórafjelagsins. Er von-
andi að sá hugsunarháttur megi haldast í framtíð-
inni.
Eigi má heldur gleyma hinum nýja styrktarsjóði
togaravjelstjóra, sem stofnaður var 1. nóvember
1928. Stofnfje hans er 16,200,00 kr., sem togaraeig-
endur iögðu fram. Auk þess skuldbundu þeir sig til
hess að greiða 100 kr. fyrir hvern sjóðfjelaga ár-
lega þar til sjóðurinn er orðinn 100,000,00 kr. Þetta
má hiklaust telja merkisviðburð í sögu Vjelstjóra-
fjelags íslands, enda hefir málið verið á döfinni í 6
ár. Sjóður þessi verður á sínum tíma góð lyftistöng
hjálparstarfsemi fjelagsins, enda þótt hann nái ein-
göngu til togaravjelstjóra, þessarar viðbótar var þar
og mest þörf. Heillaspor er hjer stigið, með þessari
ráðstöfun, og eiga þeir þökk skilið sem að henni