Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1929, Side 13
11
hluti af starfsikröftum fjelagsins um 15 ára skeið,
hefir farið til þess, að ná sæmilegum launum fyrir
vjelstjóra togaraflotans. Er lítt skiljanlegt hvers
vegna fjelagið hefir þui'ft að heigja þessa löngu bar-
áttu. Skipaeigendur hafa allmargir fyrir löngu við-
urkent, að vjelstjórar sjeu afskiftir í launum, miðað
við aðra yfirmenn skipanna. Það er og á allra vit-
orði að vjelstjórar hafa jafnan farið með mestu
stillingu og stilt kröfum sínum í hóf; en þó hefir
hver samningur kostað langt þjark og þref.
Stórum mun betri hefir sambúðin verið við Eim-
skipafjelag Islands. Við það hefir lítið þurft að
deila um kjör vjelstjóranna. Stjórn þess og fram-
kvæmdarstjóri hafa sýnt áberandi velvild í garð
vjelstjóranna, og fulla kurteisi í viðskiftunum. Er
skylt að minnast þess, og er óskandi að sú góða
samvinna mætti haldast um ókomin ár.
Vel mættu framkvæmdarstjórar togaraf jelaganna
veita þessu eftirtekt og leita orsakanna. Stjórn Vjel-
stjórafjelagsins hefir jafnan verið mótaðili beggja,
og viljað alt til vinna að samkomulag næðist á frið-
samlegan hátt. Má sem dæmi þess minna á kaup-
deiluna síðastliðinn vetur, þar sem fjelagið, þrátt
fyrir góða aðstöðu, hikaði ekki við að hætta samn-
ingum í bili, og leyfa hverjum einstökum að ráða
sig, eftir eigin geðþótta, aðeins til þess að skipin
tefðust ekki vegna smáatriða sem á milli bar. —
Mundu hin sjómannafjelögin eða verkamannafje-
lögin hafa gjört hið sama? — Jeg held ekki.
Þess má einnig geta, að á síðastliðnu ári stofnuðu