Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1929, Page 14
12
vjelstjórakonur fjelag, er þær nefna „Keðjan“. Var
það að undirlagi stjórnar Vjelstjórafjelagsins. Er
tilgangurinn meðal annars að aðstoða við hjálpar-
starfsemi í framtíðinni. Er það vitanlegt, að konur
hafa gleggra auga fyrir því, hvar skórinn kreppir
að á heimilunum, og greiðari aðgang þar, sem sorg
og bágindi þjaka. Má því ætla að þær geti orðið
hjálparstarfsemi fjelagsins til miikils gagns. Kven-
fjelagið hefir þegar á fyrsta starfsárinu látið margt
gott af sjer leiða og vonandi verður framhald á því,
ef við hvetjum þær og styðjum til framkvæmda
eins og vera ber.
Þegar svo er litið yfir starfsemi fjelagsins á þess-
um liðnu árum, þá verður varla með sanngirni sagt,
að menn hafi verið með öllu grandvaralausir um
framgang og heill stjettarinar.
Starfshættir fjelagsins og þau dagskrármál, sem
jeg hefi stuttlega drepið á hjer að framan, sýna,
að reynt hefir verið eftir mætti að vinna að því, að
hjer á landi risi upp sjálfstæð og dugandi vjel-
stjórastjett, sem í engum góðum kostum stæði að
baki erlendum stjettarbræðrum. Verði unnið í sama
anda og með ekki minni dugnaði næstu tuttugu ár-
in, ætti vjelstjórastjettin að vera orðin sterkur þátt-
ur í þeim viðjum, er sjálfstæði hins íslenska fram-
tíðarríkis hvílir í. Við óskum allir að svo megi verða
— þá er takmarkinu náð.
Sigurjón Kristjánsson.